Icesave-skuldin fer líklega ekki yfir 75 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2010 11:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á ráðstefnu KPMG í gær að Icesave-skuldin yrði líklega aldrei hærri en sem nemur 5% af landsframleiðslu. Það eru 75 milljarðar króna. Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira