Segir viðskipti Baugsfélags „fjárhættuspil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2010 18:30 Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. Sólin skín ehf. var í eigu Baugs Group, Fons, Glitnis og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. Félagið var stofnað á haustmánuðum 2007 utan um framvirkan samning þar sem tekin var staða í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Sólin skín var úrskurðuð gjaldþrota í lok síðasta árs. Glitnir banki er að gera kröfu upp á 11 milljarða króna og Baugur Group upp á rúma 3 milljarða króna. Páll Kristjánsson, héraðsdómslögmaður og skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, segir að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga verið þannig að menn hafi veðjað hvor gegn öðrum. Krafa Glitnis í þrotabúið sé í raun veðmál sem hafi unnist. Hann segir að þessi viðskipti hafi í raun og veru ekki verið neitt annað en fjárhættuspil. Páll segir að viðskipti Sólarinnar skín við Glitni geti varla flokkast undir eðlilega viðskiptahætti. Kröfur í þrotabúið nema núna 15 milljörðum króna en félagið var starfrækt í 381 dag. Það þýðir í reynd tap upp á 1,6 milljónir króna á klukkustund, alla daga ársins. Páll segir morgunljóst að hinn almenni viðskiptamaður Glitnis hefði ekki fengið að gera eins samning við bankann og Sólin skín fékk að gera, en Glitnir var að stærstum hluta í eigu þeirra sömu og áttu Sólina skín. Stefán Hilmarsson, sem var stjórnarformaður Sólarinnar skín, baðst undan viðtali en sagði að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga hafi verið í samræmi við reglur bankans. Hann hafnaði ásökunum um fjárhættuspil og sagði að viðskiptin hafi ekki falið í sér áhættu umfram almenna markaðsáhættu með fjármálagerninga. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. Sólin skín ehf. var í eigu Baugs Group, Fons, Glitnis og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. Félagið var stofnað á haustmánuðum 2007 utan um framvirkan samning þar sem tekin var staða í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Sólin skín var úrskurðuð gjaldþrota í lok síðasta árs. Glitnir banki er að gera kröfu upp á 11 milljarða króna og Baugur Group upp á rúma 3 milljarða króna. Páll Kristjánsson, héraðsdómslögmaður og skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, segir að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga verið þannig að menn hafi veðjað hvor gegn öðrum. Krafa Glitnis í þrotabúið sé í raun veðmál sem hafi unnist. Hann segir að þessi viðskipti hafi í raun og veru ekki verið neitt annað en fjárhættuspil. Páll segir að viðskipti Sólarinnar skín við Glitni geti varla flokkast undir eðlilega viðskiptahætti. Kröfur í þrotabúið nema núna 15 milljörðum króna en félagið var starfrækt í 381 dag. Það þýðir í reynd tap upp á 1,6 milljónir króna á klukkustund, alla daga ársins. Páll segir morgunljóst að hinn almenni viðskiptamaður Glitnis hefði ekki fengið að gera eins samning við bankann og Sólin skín fékk að gera, en Glitnir var að stærstum hluta í eigu þeirra sömu og áttu Sólina skín. Stefán Hilmarsson, sem var stjórnarformaður Sólarinnar skín, baðst undan viðtali en sagði að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga hafi verið í samræmi við reglur bankans. Hann hafnaði ásökunum um fjárhættuspil og sagði að viðskiptin hafi ekki falið í sér áhættu umfram almenna markaðsáhættu með fjármálagerninga.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun