Viðskipti innlent

Skuldabréf VBS á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS 06 1 og VBS 08 1) hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 3. mars 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur Fjármálaeftirlitið orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn. VBS stefndi í þrot þrátt fyrir að hafa fengið lán upp á 26 milljarða kr. úr ríkissjóði í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×