Viðskipti innlent

Lánshæfismat OR áfram á neikvæðum horfum

Í áliti Moody´s um OR segir m.a. að lausafjárstaða fyrirtækisins sé slæm fyrir þetta ár þótt að Moody´s viti að OR á í samningum við alþjóðlega banka sem gætu leitt til þess að lausafjárstaðan verði tryggð langt fram á árið 2011.
Í áliti Moody´s um OR segir m.a. að lausafjárstaða fyrirtækisins sé slæm fyrir þetta ár þótt að Moody´s viti að OR á í samningum við alþjóðlega banka sem gætu leitt til þess að lausafjárstaðan verði tryggð langt fram á árið 2011.
Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) áfram á neikvæðum horfum. Einkunnin er Ba1.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir OR og sýnir erfiða stöðu fyrirtækisins því Moody´s breytti nýlega horfum fyrir ríkissjóð og Íbúðalánasjóð úr neikvæðum í stöðugar.

Í áliti Moody´s um OR segir m.a. að lausafjárstaða fyrirtækisins sé slæm fyrir þetta ár þótt að Moody´s viti að OR á í samningum við alþjóðlega banka sem gætu leitt til þess að lausafjárstaðan verði tryggð langt fram á árið 2011.

Fram kemur að OR sé verulega skuldsett fyrirtæki. Skuldir vegna fjárfestinga séu miklar samhliða því að veiking á gengi krónunnar hafi gert stöðuna verri. Þetta helgast af því að skuldirnar eru að mestu í erlendri mynt en tekjurnar að mestu í krónum.

Moody´s bendir á að ef ekki tekst að betrumbæta lánsfjármöguleika OR og lausafjárstöðuna gæti frekari lækkun á lánshæfiseinkunninni verið framundan.

Hinsvegar kemur fram í áliti Moody´s að þar sem OR er a mestu í eigu hins opinberra, það er Reykjavíkurborgar, muni OR verða komið til aðstoðar ef staða fyrirtækisins versnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×