Greining: Spáir 6% verðbólgu í júní 18. júní 2010 11:00 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) í júní verði óbreytt frá maímánuði. Ef spáin gengur eftir mun verðbólga minnka úr 7,5% í 6,0%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.„Að mati okkar munu í júnímælingunni vegast á áhrif af styrkingu krónu undanfarið og fjörkippur á íbúðamarkaði. Frá áramótum hefur krónan styrkst um tæplega 8% gagnvart helstu viðskiptamyntum að jafnaði, og átti ríflega helmingur þessarar styrkingar sér stað í maí," segir í Morgunkorninu.„ Þótt verðlag sé gjarnan tregbreytanlegra niður á við í kjölfar gengisstyrkingar en raunin er þegar um gengislækkun krónu er að ræða er áhrifa styrkingarinnar þegar tekið að gæta í ýmsum þeim innfluttu vörum sem stystan hillutíma hafa. Má þar nefna dagvöru og eldsneyti. Á hinn bóginn eru vísbendingar um að íbúðaverð hafi hækkað nokkuð undanfarið, en húsnæðisliður vísitölunnar átti einmitt drjúgan þátt í hækkun hennar í maímánuði. Á heildina litið er þó óvissan í mælingu júnímánaðar fremur í átt til lækkunar en hækkunar VNV."Ennfremur segir að næstu mánuðir munu að verulegu leyti markast af sumarútsölum sem hefjast í júlí. Að þeirri forsendu gefinni að gengi krónu muni ekki gefa eftir að nýju eftir styrkinguna í vor má ætla að heildaráhrif af útsölum og útsölulokum verði í mesta lagi til lítilsháttar hækkunar liða á borð við föt, skó, húsgögn og heimilistæki fram á haustið.„Þá bólar ekki enn á hækkun gjaldskráa veitufyrirtækja og opinberra aðila, þótt líklega sé slíkt í farvatninu á næstunni og muni vega nokkuð til hækkunar VNV þegar frá líður. Við gerum því ráð fyrir að VNV hækki einungis um 0,1% yfir sumarmánuðina þrjá. Gangi það eftir hefur þriggja mánaða hækkunartaktur vísitölunnar ekki verið hægari frá ofanverðu árinu 2004," segir í Morgunkorninu.„Í kjölfarið teljum við að nokkuð herði á hækkunum VNV með haustinu. Þó er það mat okkar að hækkunartakturinn verði mun hægari á seinni hluta þessa árs en raunin var í fyrra, og mun verðbólga því halda áfram að hjaðna út árið. Í lok árs spáum við því að verðbólga verði komin niður í 3,2%, og að frátöldum skattáhrifum verður verðbólgan raunar nærri 2,5% markmiði Seðlabankans. Við væntum þess svo að verðbólgan, að meðtöldum áhrifum óbeinna skatta, hjaðni að verðbólgumarkmiðinu um mitt næsta ár.Áhættuþættir spárinnar eru einkum þrír: Við gerum ráð fyrir afar hægfara styrkingu krónu út spátímann. Þar getur hins vegar brugðið til beggja vona eins og fyrri daginn. Þá er viss hætta á að kjarasamningar fari úr böndunum þegar líður á árið þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og að veruleg hækkun nafnlauna á tilsvarandi aukningar í verðmætasköpun ýti upp innlendum kostnaði. Í þriðja lagi er ekki loku fyrir það skotið að gjaldskrárhækkun opinberra aðila ásamt hækkun óbeinna skatta verði umfangsmeiri en við gerum ráð fyrir. Síðarnefndu þættirnir tveir valda því að óvissa spárinnar er frekar til meiri verðbólgu á spátímanum en spáð er hér."Verðbólguspá Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) í júní verði óbreytt frá maímánuði. Ef spáin gengur eftir mun verðbólga minnka úr 7,5% í 6,0%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.„Að mati okkar munu í júnímælingunni vegast á áhrif af styrkingu krónu undanfarið og fjörkippur á íbúðamarkaði. Frá áramótum hefur krónan styrkst um tæplega 8% gagnvart helstu viðskiptamyntum að jafnaði, og átti ríflega helmingur þessarar styrkingar sér stað í maí," segir í Morgunkorninu.„ Þótt verðlag sé gjarnan tregbreytanlegra niður á við í kjölfar gengisstyrkingar en raunin er þegar um gengislækkun krónu er að ræða er áhrifa styrkingarinnar þegar tekið að gæta í ýmsum þeim innfluttu vörum sem stystan hillutíma hafa. Má þar nefna dagvöru og eldsneyti. Á hinn bóginn eru vísbendingar um að íbúðaverð hafi hækkað nokkuð undanfarið, en húsnæðisliður vísitölunnar átti einmitt drjúgan þátt í hækkun hennar í maímánuði. Á heildina litið er þó óvissan í mælingu júnímánaðar fremur í átt til lækkunar en hækkunar VNV."Ennfremur segir að næstu mánuðir munu að verulegu leyti markast af sumarútsölum sem hefjast í júlí. Að þeirri forsendu gefinni að gengi krónu muni ekki gefa eftir að nýju eftir styrkinguna í vor má ætla að heildaráhrif af útsölum og útsölulokum verði í mesta lagi til lítilsháttar hækkunar liða á borð við föt, skó, húsgögn og heimilistæki fram á haustið.„Þá bólar ekki enn á hækkun gjaldskráa veitufyrirtækja og opinberra aðila, þótt líklega sé slíkt í farvatninu á næstunni og muni vega nokkuð til hækkunar VNV þegar frá líður. Við gerum því ráð fyrir að VNV hækki einungis um 0,1% yfir sumarmánuðina þrjá. Gangi það eftir hefur þriggja mánaða hækkunartaktur vísitölunnar ekki verið hægari frá ofanverðu árinu 2004," segir í Morgunkorninu.„Í kjölfarið teljum við að nokkuð herði á hækkunum VNV með haustinu. Þó er það mat okkar að hækkunartakturinn verði mun hægari á seinni hluta þessa árs en raunin var í fyrra, og mun verðbólga því halda áfram að hjaðna út árið. Í lok árs spáum við því að verðbólga verði komin niður í 3,2%, og að frátöldum skattáhrifum verður verðbólgan raunar nærri 2,5% markmiði Seðlabankans. Við væntum þess svo að verðbólgan, að meðtöldum áhrifum óbeinna skatta, hjaðni að verðbólgumarkmiðinu um mitt næsta ár.Áhættuþættir spárinnar eru einkum þrír: Við gerum ráð fyrir afar hægfara styrkingu krónu út spátímann. Þar getur hins vegar brugðið til beggja vona eins og fyrri daginn. Þá er viss hætta á að kjarasamningar fari úr böndunum þegar líður á árið þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og að veruleg hækkun nafnlauna á tilsvarandi aukningar í verðmætasköpun ýti upp innlendum kostnaði. Í þriðja lagi er ekki loku fyrir það skotið að gjaldskrárhækkun opinberra aðila ásamt hækkun óbeinna skatta verði umfangsmeiri en við gerum ráð fyrir. Síðarnefndu þættirnir tveir valda því að óvissa spárinnar er frekar til meiri verðbólgu á spátímanum en spáð er hér."Verðbólguspá
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira