Viðskipti innlent

Landsbankastjóri sér tækifæri í Hæstaréttardómi

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir að hann telji mikilvægt að bankinn nýti sér það tækifæri sem felst í nýlegum dómum Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána. Tækifærið sé fólgið í að móta sér afstöðu sem bankinn getur staðið við jafnt gagnvart viðskiptavinum og stjórnvöldum með því að leggja sitt af mörkum til þess að leysa þetta erfiða deilumál.

Þetta kemur fram í bréfi sem Steinþór sendi í tölvupósti til starfsmanna Landsbankans í dag. Þar kemur m.a. fram að mikil vinna hafi farið fram í bankanum frá því að Hæstiréttur felldi dóma sína og að sú vinna muni halda áfram á næstu dögum. Vinnan felst í stöðumati og hvernig eigi að bregðast við dómunum á skynsamlegan hátt.

„Þvert á það sem ætla mætti þá tel ég að í þessum dómi geti falist tækifæri fyrir bankann og alla sem hlut eiga að máli til þess að ná langþráðri sátt um meðferð gengistryggðu lána og að dómurinn geti stuðlað að endurreisn fjárhags íslenskra heimila," segir Steinþór í bréfinu. „Landsbankinn mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og við erum reiðubúin til að taka þátt í samstarfi sem leitt getur til sáttar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×