Viðskipti innlent

Avant sendir ekki út innheimtuseðla

Heimasíða Avant.
Heimasíða Avant.
Vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti bílalána/samninga í erlendri mynt hefur skapast óvissa um hvernig farið skuli með slík lán varðandi endurútreikning og uppgjör. Avant hf. mun því ekki senda út innheimtuseðla vegna þessara lána/samninga þar til fyrir liggur hvernig staðið verður að útreikningi þeirra og innheimtu til framtíðar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Avant. Þar segir einnig að hlé verði gert á frekari innheimtuaðgerðum, riftunum og vörslusviptingum vegna framangreindra lána/samninga þar til niðurstaða er fengin.

Það skal tekið fram að þeir viðskiptavinir Avant hf. sem hafa nýtt sér greiðsluúrræði félagsins hafa ekki með því fyrirgert rétti sínum til leiðréttingar.

Nánari grein verður gerð fyrir aðgerðum Avant hf. á vef félagsins eftir því sem efni gefast til en vonir standa til að ákvörðun um framvindu málsins liggi fyrir innan skamms.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×