Trúnaður verður að ríkja Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. ágúst 2010 00:01 Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita. Kynferðisglæpir hafa þrifist í skjóli valds og því miður einnig í skjóli þeirra sem eiga að liðsinna og hjálpa. Þannig hefur kynferðis-legt ofbeldi því miður þrifist innan kirkjunnar um aldir. Íslenska þjóðkirkjan hefur undanfarin misseri glímt við nokkur slík mál, bæði ný og gömul. Þegar kona sakaði þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um tilraun til nauðgunar meðan hann var sóknarprestur fyrir fjórtán árum hafði kirkjan enga burði til að taka á málinu. Sem betur fer hefur kirkjan þroskast síðan og komið hefur verið upp formlegum farvegi fyrir slík mál. Íslenska þjóðkirkjan verður að halda áfram á þessari braut. Nú er formlegi farvegurinn til staðar en svo virðist sem enn vanti hugrekki til að vinna í kynferðisbrotamálum af einurð. Um það vitnar til dæmis sú leynd sem reynt er að viðhafa um störf og verkefni fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Þegnar þjóðkirkjunnar hljóta að eiga rétt á að fá upplýsingar um fjölda og umfang slíkra brota innan kirkju þeirra. Formaður ráðsins hefur sagt að ákvörðunin verði endurskoðuð að loknum sumarleyfum. Vonandi fer þá fagráðið í gegnum starfshætti sína og ákveður að vinna á opinn hátt. Í fyrra var einum starfsmann í æskulýðsstarfi vikið úr starfi vegna kynferðisbrota. Málinu var vísað til barnaverndar en biskup lagði áherslu á það í útvarpsfréttum í gærkvöldi að ekki hefði verið um lögreglumál að ræða. Svo virtist sem honum þætti það minnka vægi málsins. En spyrja má á móti: Hvers vegna í ósköpunum er kynferðisbrot á barni sem á sér stað innan vébanda kirkjunnar ekki lögreglumál? Samfélagið hefur á síðustu árum horfst í augu við alvarleika kynferðisbrota af vaxandi raunsæi og þunga í stað þess að víkjast undan þeim af ótta og heigulshætti. Það hlýtur að verða krafan að þjóðkirkjan sé þarna samstíga þjóð sinni því forsenda þess að hægt sé að vinna á ofbeldinu er að viðurkenna það og alvarleika þess. Ef kirkjan opnar ekki dyr sínar fyrir þolendum kynferðisbrota, horfist í augu við þá og býður þeim hjálp, heldur fer undan brotunum í flæmingi þá er hún að bregðast sínu fólki. Biskup Íslands braut vissulega blaði í fyrra þegar hann bað konur og börn sem brotið hefði verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hefðu liðið. Sömuleiðis er ástæða til að fagna að kirkjan er vissulega betur búin til þess nú en fyrir fjórtán árum að takast á við kynferðislegt ofbeldi innan vébanda sinna. Ljóst er þó að hún verður að gera betur ef trúnaður á að ríkja á milli kirkjunnar og þeirra sem hún á að þjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir Skoðun Óheppilegir atburðir Guðrún Brjánsdóttir Skoðun
Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita. Kynferðisglæpir hafa þrifist í skjóli valds og því miður einnig í skjóli þeirra sem eiga að liðsinna og hjálpa. Þannig hefur kynferðis-legt ofbeldi því miður þrifist innan kirkjunnar um aldir. Íslenska þjóðkirkjan hefur undanfarin misseri glímt við nokkur slík mál, bæði ný og gömul. Þegar kona sakaði þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um tilraun til nauðgunar meðan hann var sóknarprestur fyrir fjórtán árum hafði kirkjan enga burði til að taka á málinu. Sem betur fer hefur kirkjan þroskast síðan og komið hefur verið upp formlegum farvegi fyrir slík mál. Íslenska þjóðkirkjan verður að halda áfram á þessari braut. Nú er formlegi farvegurinn til staðar en svo virðist sem enn vanti hugrekki til að vinna í kynferðisbrotamálum af einurð. Um það vitnar til dæmis sú leynd sem reynt er að viðhafa um störf og verkefni fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Þegnar þjóðkirkjunnar hljóta að eiga rétt á að fá upplýsingar um fjölda og umfang slíkra brota innan kirkju þeirra. Formaður ráðsins hefur sagt að ákvörðunin verði endurskoðuð að loknum sumarleyfum. Vonandi fer þá fagráðið í gegnum starfshætti sína og ákveður að vinna á opinn hátt. Í fyrra var einum starfsmann í æskulýðsstarfi vikið úr starfi vegna kynferðisbrota. Málinu var vísað til barnaverndar en biskup lagði áherslu á það í útvarpsfréttum í gærkvöldi að ekki hefði verið um lögreglumál að ræða. Svo virtist sem honum þætti það minnka vægi málsins. En spyrja má á móti: Hvers vegna í ósköpunum er kynferðisbrot á barni sem á sér stað innan vébanda kirkjunnar ekki lögreglumál? Samfélagið hefur á síðustu árum horfst í augu við alvarleika kynferðisbrota af vaxandi raunsæi og þunga í stað þess að víkjast undan þeim af ótta og heigulshætti. Það hlýtur að verða krafan að þjóðkirkjan sé þarna samstíga þjóð sinni því forsenda þess að hægt sé að vinna á ofbeldinu er að viðurkenna það og alvarleika þess. Ef kirkjan opnar ekki dyr sínar fyrir þolendum kynferðisbrota, horfist í augu við þá og býður þeim hjálp, heldur fer undan brotunum í flæmingi þá er hún að bregðast sínu fólki. Biskup Íslands braut vissulega blaði í fyrra þegar hann bað konur og börn sem brotið hefði verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hefðu liðið. Sömuleiðis er ástæða til að fagna að kirkjan er vissulega betur búin til þess nú en fyrir fjórtán árum að takast á við kynferðislegt ofbeldi innan vébanda sinna. Ljóst er þó að hún verður að gera betur ef trúnaður á að ríkja á milli kirkjunnar og þeirra sem hún á að þjóna.