Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2010 19:06 Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, t.v. Hann segir kaupin í Icelandair Group góða fjárfestingu. „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent