Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2010 19:06 Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, t.v. Hann segir kaupin í Icelandair Group góða fjárfestingu. „Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
„Aldrei, aldrei, aldrei fjárfesta í flugfélögum" segir ríkasti og sigursælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð ákváðu lífeyrissjóðirnir að fyrsta stóra fjárfestingin eftir hrun yrði í Icelandair Group í gegnum Framtakssjóð Íslands. Warren Buffett einn ríkasti maður heims og farsælasti fjárfestir sögunnar segir að flugfélög séu eitthvað sem fjárfestar eigi alltaf að forðast. Þetta kemur t.d fram í bókinni Warren Buffett aðferðin, eftir Robert G. Hagström. „Aldrei, aldrei, aldrei," segir Buffett, því hlutafé flugfélaga sé reglulega þurrkað út og félögin endurfjármögnuð, stöðugleikinn sé lítill sem enginn. Samt ákváðu íslensku lífeyrissjóðirnir í gegnum Framtakssjóð Íslands að beina fyrstu stóru fjárfestingu sinni að Icelandair, en sjóðurinn keypti þrjátíu prósenta hlut fyrir þrjá milljarða króna. Þá keypti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12 prósenta hlut í fyrirtækinu á einn milljarð króna. „Við teljum Icelandair Group álitlegan fjárfestingarkost og höfum mikla trú á fyrirtækinu og starfsfólki þess," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Icelandair Group tapaði rúmlega 18 milljörðum króna samtals á síðasta ári og árið þar á undan. Finnbogi segir þó grunnrekstur fyrirtækisins góðan. Hinn 15. apríl birtist verðmat þýska bankans DVB Bank á Icelandair Group eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins og var það niðurstaða bankans að eigið fé væri á bilinu 16-25 milljarða króna virði. Ef miðað er við miðju þessa verðbils væri þrjátíu prósenta hlutur í fyrirtækinu sex milljarða króna virði, en Framtakssjóður Íslands greiddi aðeins helminginn af því. Aðspurður segir Finnbogi að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóðanna sé nokkur og skoða megi kaupin í því samhengi. „Það er gríðarlega mikilvægt að þetta fyrirtæki standi traustum fótum en fyrst og fremst lítum við á þetta sem arðbæra fjárfestingu til langs tíma," segir Finnbogi.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira