Viðskipti innlent

Hefði verið frábær hugmynd að biðja Seðlabanka Bretlands um aðstoð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir sagði að margt hefði mátt gera öðruvísi. Það sæist þegar litið væri í baksýnisspegilinn.
Geir sagði að margt hefði mátt gera öðruvísi. Það sæist þegar litið væri í baksýnisspegilinn.
Ég er viss um að það hefði verið frábær hugmynd að tala við Seðlabankann í Bretlandi um aðstoð, sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali við Bloomberg TV í dag. Geir var þar í viðtali í tilefni af ákærum Alþingis gegn sér.

Fréttamaður Bloomberg sagði að vitað væri að seðlabankastjóri Bretlands hefði boðið fram aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið og spurði hvort Íslendingar hefðu ekki átt að taka því boði. Geir sagði þá að hann væri ekki viss hve formlegt tilboðið frá seðlabankastjóra Englands hefði verið en hann vissi að formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands hefði rætt við hann.

Geir sagði að þegar litið sé til baka megi sjá að ýmislegt hefði verið hægt að gera öðruvísi en það var gert. Hins vegar hefði ekki verið hægt að sjá atburðarrásina fyrir á sínum tíma. Til dæmis hefði engan órað fyrir því að Lehman Brothers myndi falla.

Í viðtalinu ítrekaði Geir það sem hann sagði við íslenska fjölmiðlamenn í gær að ákærurnar væru algerlega óréttlætanlegar, bæði að efninu til og hvað varðar málsmeðferðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×