Viðskipti innlent

Íslandsbanki metinn á 100 milljarða

íslandsbanki.
íslandsbanki.

Skilanefnd metur virði 95% hlutar í Íslandsbanka á 100 milljarða króna. Hefur skilanefndin sett sér það markmið að selja bankann fyrir lok árs 2015.

Þetta kom fram á upplýsingafundi slitastjórnar- og skilanefndar Glitnis með fjölmiðlamönnum í dag. Gengið var frá samkomulagi um að skilanefnd Glitnis eignaðist 95% hlut í Íslandsbanka á síðasta ári, ríkið á 5% hlut á móti skilanefndinni.

Gert er ráð fyrir að innheimta eigna þrotabús Glitnis muni standa yfir fram til ársins 2019. Samkvæmt áætlunum slitastjórnar og skilanefndar er áætlað að útgreiðsla til kröfuhafa bankans hefjist árið 2011.

Fram kom á fundinum að útgreiðsla til kröfuhafa sé flókið ferli, og geti það skipt miklu máli fyrir efnahagslífið í hvaða gjaldmiðli útgreiðsla fer fram, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. Slitastjórnin segir að það verði ákveðið í samráði við Seðlabanka Íslands og með jafnræði kröfuhafa í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×