Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT 9. júní 2010 09:49 Øystein Moan, forstjóri Visma og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna.Í tilkynningu segir að greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. Skipti mun í kjölfar sölunnar greiða skuldir niður hraðar en áætlað var og munu skuldir Skiptasamstæðunnar lækka um alls 8,7 milljarða króna við söluna á Sirius IT.Í nóvember 2006 stofnaði Skipti Sirius IT í samvinnu við lykilstjórnendur, til að kaupa þann hluta af starfsemi finnska upplýsingatæknifyrirtækisins TietoEnator sem einkum sinnir opinberum aðilum. Rekstur Sirius hefur gengið vel og fyrirtækið skilað góðri afkomu.Á seinasta ári námu tekjur félagsins 435 milljónum danskra króna, sem nemur um 9,1 milljarði íslenskra króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 66 milljónir danskra króna, um 1,4 milljarðar íslenskra króna. Visma, sem nú kaupir Sirius IT, hefur verið samstarfsaðili fyrirtækisins í þróun lausna fyrir lyfsölumarkað sem hafa gengið afar vel.„Sirius IT hefur reynst afar farsæl fjárfesting fyrir Skipti. Á rúmum þremur árum hefur fyrirtækið náð mjög góðri stöðu á norrænum upplýsingatæknimarkaði. Starfsfólk og stjórnendur hafa unnið frábært starf og gert fyrirtækið að því sem það er í dag," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta„Það er ljóst að aðstæður hafa breyst hjá Skiptum, við leggjum höfuðáherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, fjarskipti og samtvinnun fjarskipta og upplýsingatækni á heimamarkaði okkar, Íslandi. Visma er í mjög góðri stöðu til að halda áfram að þróa Sirius IT sem fyrirtæki, í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Söluverðið er mjög ásættanlegt og það er jákvætt að hagnast um 5,5 milljarða króna af erlendri fjárfestingu á þessum tímum. Við munum nýta þá fjármuni sem fást við söluna til að styrkja fjárhagsstöðu Skipta og greiða niður skuldir hraðar en áformað var." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna.Í tilkynningu segir að greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. Skipti mun í kjölfar sölunnar greiða skuldir niður hraðar en áætlað var og munu skuldir Skiptasamstæðunnar lækka um alls 8,7 milljarða króna við söluna á Sirius IT.Í nóvember 2006 stofnaði Skipti Sirius IT í samvinnu við lykilstjórnendur, til að kaupa þann hluta af starfsemi finnska upplýsingatæknifyrirtækisins TietoEnator sem einkum sinnir opinberum aðilum. Rekstur Sirius hefur gengið vel og fyrirtækið skilað góðri afkomu.Á seinasta ári námu tekjur félagsins 435 milljónum danskra króna, sem nemur um 9,1 milljarði íslenskra króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 66 milljónir danskra króna, um 1,4 milljarðar íslenskra króna. Visma, sem nú kaupir Sirius IT, hefur verið samstarfsaðili fyrirtækisins í þróun lausna fyrir lyfsölumarkað sem hafa gengið afar vel.„Sirius IT hefur reynst afar farsæl fjárfesting fyrir Skipti. Á rúmum þremur árum hefur fyrirtækið náð mjög góðri stöðu á norrænum upplýsingatæknimarkaði. Starfsfólk og stjórnendur hafa unnið frábært starf og gert fyrirtækið að því sem það er í dag," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta„Það er ljóst að aðstæður hafa breyst hjá Skiptum, við leggjum höfuðáherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, fjarskipti og samtvinnun fjarskipta og upplýsingatækni á heimamarkaði okkar, Íslandi. Visma er í mjög góðri stöðu til að halda áfram að þróa Sirius IT sem fyrirtæki, í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Söluverðið er mjög ásættanlegt og það er jákvætt að hagnast um 5,5 milljarða króna af erlendri fjárfestingu á þessum tímum. Við munum nýta þá fjármuni sem fást við söluna til að styrkja fjárhagsstöðu Skipta og greiða niður skuldir hraðar en áformað var."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira