Viðskipti innlent

Reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins

Fari það saman að Seðlabankinn hefji reglubundin kaup á gjaldeyri og fari jafnframt að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta má fastlega reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að frá áramótum hafi krónan styrkst um tæp 8,5% og hefur verið í styrkingarfasa. Nýleg yfirlýsing frá Seðlabankans um væntanleg kaup á gjaldeyri hafi örugglega neikvæð áhrif á frekari styrkingu krónunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×