Viðskipti innlent

Skattatillögur AGS unnar að beiðni fjármálaráðherra

Nýjar tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skattahækkanir á ýmsum sviðum eru unnar að beiðni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem óskaði formlega eftir tillögum frá sjóðnum um að auka tekjustreymi ríkissjóðs um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins upplýsti í þættinum í bítið, á Bylgjunni í morgun að sjóðurinn hafi ekki átt frumkvæðið.

Helgi Hjörvar formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis staðfesti í þættinum að sjóðurinn hafi verið beðinn að fara yfir skattkerfið enda telji stjórnvöld gott að fá hugmyndir og tillögur frá sérfræðingum, sem hafi reynslu af að takast á við efnahagsvanda þjóða, og þar með staðfesti hann að þessar nýju skattahugmynir séu ekki að frumkvæði sjóðsins








Fleiri fréttir

Sjá meira


×