Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaráls 200 milljónir á dag 12. febrúar 2010 09:09 Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag.Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Alcoa Fjarðaráls. Þar segir að fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 bandaríkjadalir, eða um 210.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Álverð sveiflaðist mjög mikið á árinu. Viðmiðunarverð á markaði (LME) fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali. Á árinu hefur verið unnið að framleiðsluaukningu í álverinu með því að auka rafstrauminn sem leiddur er í gegnum kerin. Straumurinn var um áramótin kominn upp í 380 kílóamper, sem er hæsti straumur sem þekkist í álverum með sambærilega tækni. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 349 þúsund tonn. Að meðaltali voru framleidd tæp 3 tonn af áli í hverju keri á dag.Skýringin á aukinni framleiðslu er fyrst og fremst bætt straumnýtni sem er með því besta sem gerist í heiminum. Alcoa Fjarðaál notaði að jafnaði 554 megavött af raforku á síðasta ári. Keralína álversins notaði 529 megavött en að auki notaði Fjarðaál 25 megavött í annað en sjálfa álframleiðsluna, þannig að heildarnotkun fyrirtækisins er um 30% allrar raforku sem er framleidd á Íslandi. Á árinu var aukin áhersla lögð á framleiðslu verðmætari afurða úr álinu: álvíra og svokallaðra melmisstanga, sem eru litlar 10 kg stangir úr álblöndum. Tæp 215 þúsund tonn voru framleidd af svokölluðum hleifum, tæplega 82 þúsund tonn af T-börrum, rúmlega 44 þúsund tonn af álvírum, sem eru verðmætasta afurð álversins, rúm 2 þúsund tonn af melmisstöngum og um 7 tonn af öðrum vörum. Stefnt er að því að auka enn framleiðslu á melmisstöngum og álvírum á þessu ári. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag.Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Alcoa Fjarðaráls. Þar segir að fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 bandaríkjadalir, eða um 210.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Álverð sveiflaðist mjög mikið á árinu. Viðmiðunarverð á markaði (LME) fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali. Á árinu hefur verið unnið að framleiðsluaukningu í álverinu með því að auka rafstrauminn sem leiddur er í gegnum kerin. Straumurinn var um áramótin kominn upp í 380 kílóamper, sem er hæsti straumur sem þekkist í álverum með sambærilega tækni. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 349 þúsund tonn. Að meðaltali voru framleidd tæp 3 tonn af áli í hverju keri á dag.Skýringin á aukinni framleiðslu er fyrst og fremst bætt straumnýtni sem er með því besta sem gerist í heiminum. Alcoa Fjarðaál notaði að jafnaði 554 megavött af raforku á síðasta ári. Keralína álversins notaði 529 megavött en að auki notaði Fjarðaál 25 megavött í annað en sjálfa álframleiðsluna, þannig að heildarnotkun fyrirtækisins er um 30% allrar raforku sem er framleidd á Íslandi. Á árinu var aukin áhersla lögð á framleiðslu verðmætari afurða úr álinu: álvíra og svokallaðra melmisstanga, sem eru litlar 10 kg stangir úr álblöndum. Tæp 215 þúsund tonn voru framleidd af svokölluðum hleifum, tæplega 82 þúsund tonn af T-börrum, rúmlega 44 þúsund tonn af álvírum, sem eru verðmætasta afurð álversins, rúm 2 þúsund tonn af melmisstöngum og um 7 tonn af öðrum vörum. Stefnt er að því að auka enn framleiðslu á melmisstöngum og álvírum á þessu ári.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira