Stærsta félagið segir skilið við Kauphöllina 16. nóvember 2010 06:00 Jón Sigurðsson Stoðtækja- og gervilimaframleiðandinn Össur hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöllinni. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, býst við að afskráningin gangi í gegn á næstu vikum. Við hana missir Kauphöllin sitt langstærsta félag. Össur hyggst leggja áherslu á skráningu í Nasdaq OMX kauphöllina í Kaupmannahöfn. Félagið er nú skráð í báðar kauphallirnar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar (NASDAQ OMX á Íslandi), segir beiðni Össurar vond tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og efnahagslíf. Beiðnin sýni vel hversu skaðleg áhrif gjaldeyrishöft hafa á efnahagslífið og þeim mun meiri eftir því sem höftin séu lengur til staðar. „Við munum fara vandlega yfir málið hjá okkur samkvæmt okkar verklagsreglum, sem eru fastmótaðar þegar kemur að óskum um afskráningu. Í því ferli er litið sérstaklega til hagsmuna smærri fjárfesta," segir Þórður. Forstjóri Össurar áréttar að fyrirhuguð breyting nái bara til skráningar hlutabréfanna, starfsemin hér hafi verið að aukast og ekki sé von á breytingum þar á. „Það er alveg ljóst að með krónuna og gjaldeyrishöftin er mjög erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi," segir Jón, en lætur ósagt hvort aðrar aðstæður hefðu einhverju breytt um beiðni félagsins nú. „En laga- og reglusetning hefur verið óhagfelld fyrir alþjóðafélög á Íslandi, það er ekki nokkur spurning." Össur hefur verið skráð í íslensku kauphöllina frá árinu 1999 og er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Fyrir helgi nam virði félagsins 37 prósentum af heildarvirði félaga Kauphallarinnar. Afskráningu nú segir Jón vera rökrétt skref fyrir félagið og ákvörðunin sé tekin með þrönga hagsmuni félagsins í huga. „Meirihluti hluthafa er erlendur og 99 prósent af tekjum félagsins eru í útlöndum," segir hann og bendir á að félagið hafi fengið mjög góðar viðtökur á danska markaðnum á því rúma ári sem félagið hefur verið skráð þar. „Við metum það sem svo að viðskiptamagnið sé ekki til skiptanna fyrir þessa tvo markaði." Jón segir ekkert launungarmál að erlendir hluthafar félagsins hafi verið meira áfram um breytinguna en þeir íslensku. Breytingin fyrir íslenska hlutahafa sé hins vegar engin. „Bréfin verða skráð í dönskum krónum í stað íslenskra. Og Íslendingar sem selja bréf sín hafa þá skilaskyldu gagnvart gjaldeyrislögunum," bætir hann við, en kveður það þó litlu breyta, því fyrir breytingu fái þeir bara krónur fyrir hlut sinn hvort eð er. olikr@frettabladid.is Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Stoðtækja- og gervilimaframleiðandinn Össur hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöllinni. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, býst við að afskráningin gangi í gegn á næstu vikum. Við hana missir Kauphöllin sitt langstærsta félag. Össur hyggst leggja áherslu á skráningu í Nasdaq OMX kauphöllina í Kaupmannahöfn. Félagið er nú skráð í báðar kauphallirnar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar (NASDAQ OMX á Íslandi), segir beiðni Össurar vond tíðindi fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og efnahagslíf. Beiðnin sýni vel hversu skaðleg áhrif gjaldeyrishöft hafa á efnahagslífið og þeim mun meiri eftir því sem höftin séu lengur til staðar. „Við munum fara vandlega yfir málið hjá okkur samkvæmt okkar verklagsreglum, sem eru fastmótaðar þegar kemur að óskum um afskráningu. Í því ferli er litið sérstaklega til hagsmuna smærri fjárfesta," segir Þórður. Forstjóri Össurar áréttar að fyrirhuguð breyting nái bara til skráningar hlutabréfanna, starfsemin hér hafi verið að aukast og ekki sé von á breytingum þar á. „Það er alveg ljóst að með krónuna og gjaldeyrishöftin er mjög erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi," segir Jón, en lætur ósagt hvort aðrar aðstæður hefðu einhverju breytt um beiðni félagsins nú. „En laga- og reglusetning hefur verið óhagfelld fyrir alþjóðafélög á Íslandi, það er ekki nokkur spurning." Össur hefur verið skráð í íslensku kauphöllina frá árinu 1999 og er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Fyrir helgi nam virði félagsins 37 prósentum af heildarvirði félaga Kauphallarinnar. Afskráningu nú segir Jón vera rökrétt skref fyrir félagið og ákvörðunin sé tekin með þrönga hagsmuni félagsins í huga. „Meirihluti hluthafa er erlendur og 99 prósent af tekjum félagsins eru í útlöndum," segir hann og bendir á að félagið hafi fengið mjög góðar viðtökur á danska markaðnum á því rúma ári sem félagið hefur verið skráð þar. „Við metum það sem svo að viðskiptamagnið sé ekki til skiptanna fyrir þessa tvo markaði." Jón segir ekkert launungarmál að erlendir hluthafar félagsins hafi verið meira áfram um breytinguna en þeir íslensku. Breytingin fyrir íslenska hlutahafa sé hins vegar engin. „Bréfin verða skráð í dönskum krónum í stað íslenskra. Og Íslendingar sem selja bréf sín hafa þá skilaskyldu gagnvart gjaldeyrislögunum," bætir hann við, en kveður það þó litlu breyta, því fyrir breytingu fái þeir bara krónur fyrir hlut sinn hvort eð er. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira