Tal sett í söluferli 20. maí 2010 12:20 Fjarskiptafyrirtækið sem er að stærstum hluta í eigu Landsbankans hefur verið sett í söluferli. Mynd/Arnþór Birkisson Fjarskiptafyrirtækið Tal, sem er þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi og er að stærstum hluta í eigu Landsbankans, hefur verið sett í söluferli en það var eitt af skilyrðum sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið. Tal var að að meirihluta í eigu Teymis, sem átti Vodafone, Skýrr, EJS og fleiri fyrirtæki og var yfirtekið af kröfuhöfum á síðasta ári, en stærsti hluthafi Teymis er Landsbankinn með tæplega sextíu prósenta hlut. Nú hafa hluthafar Tals falið Tindum verðbréfum að annast söluferli á Tali og verður allt hlutafé í fyrirtækinu selt. Söluferlið er opið öllum fagfjárfestum sem geta sýnt fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna. Tal hefur verið rekið undanfarin ár í skugga samkeppnisbrota og harvítugra deilna milli eigenda, þeirra Jóhanns Óla Guðmundssonar og forstjórans Hermanns Jónassonar og svo Teymis, sem fór með meirihluta í félaginu. Deilur þessar voru sprottnar af því að Hermann gerði í desember árið 2008 reikisamning við Símann, helsta samkeppnisaðila Vodafone, sem var jafnframt í eigu Teymis. Forstjórinn gerði þetta á rekstrarlegum forsendum að sögn, um væri að ræða hagstæðari samning, en fulltrúar Teymis í stjórn Tals litu á þetta sem svik. Deilurnar lutu síðan m.a hver væri bær til að fara með stjórn í félaginu og gengu þær svo langt að fyrrverandi forstjóri Tals, Ragnheiður Ágústsdóttir, kærði Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Síðan þá hefur Teymi runnið í faðm kröfuhafa og Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Jóhanns Óla í Tali. Í sátt sem Teymi gerði á síðasta ári við Samkeppniseftirlitið vegna samkeppnisbrota var Teymi gert skylt að selja hlut sinn í Tali innan tveggja ára. Reyndar hvíldi leynd yfir tímamarkinu í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins en greint var frá því í fjölmiðlum að tímamarkið væri tvö ár og rímar það við auglýsingu hluthafa núna um að fyrirtækið sé til sölu. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Tal, sem er þriðja stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi og er að stærstum hluta í eigu Landsbankans, hefur verið sett í söluferli en það var eitt af skilyrðum sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið. Tal var að að meirihluta í eigu Teymis, sem átti Vodafone, Skýrr, EJS og fleiri fyrirtæki og var yfirtekið af kröfuhöfum á síðasta ári, en stærsti hluthafi Teymis er Landsbankinn með tæplega sextíu prósenta hlut. Nú hafa hluthafar Tals falið Tindum verðbréfum að annast söluferli á Tali og verður allt hlutafé í fyrirtækinu selt. Söluferlið er opið öllum fagfjárfestum sem geta sýnt fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna. Tal hefur verið rekið undanfarin ár í skugga samkeppnisbrota og harvítugra deilna milli eigenda, þeirra Jóhanns Óla Guðmundssonar og forstjórans Hermanns Jónassonar og svo Teymis, sem fór með meirihluta í félaginu. Deilur þessar voru sprottnar af því að Hermann gerði í desember árið 2008 reikisamning við Símann, helsta samkeppnisaðila Vodafone, sem var jafnframt í eigu Teymis. Forstjórinn gerði þetta á rekstrarlegum forsendum að sögn, um væri að ræða hagstæðari samning, en fulltrúar Teymis í stjórn Tals litu á þetta sem svik. Deilurnar lutu síðan m.a hver væri bær til að fara með stjórn í félaginu og gengu þær svo langt að fyrrverandi forstjóri Tals, Ragnheiður Ágústsdóttir, kærði Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Síðan þá hefur Teymi runnið í faðm kröfuhafa og Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Jóhanns Óla í Tali. Í sátt sem Teymi gerði á síðasta ári við Samkeppniseftirlitið vegna samkeppnisbrota var Teymi gert skylt að selja hlut sinn í Tali innan tveggja ára. Reyndar hvíldi leynd yfir tímamarkinu í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins en greint var frá því í fjölmiðlum að tímamarkið væri tvö ár og rímar það við auglýsingu hluthafa núna um að fyrirtækið sé til sölu.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira