Viðskipti innlent

Skilur gremju vegna bónusa - en segir kröfuna réttmæta

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Steinþór ætlar í mál við þrotabú Landsbankans til þess að fá 490 milljóna bónusgreiðslu.
Steinþór ætlar í mál við þrotabú Landsbankans til þess að fá 490 milljóna bónusgreiðslu.

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem vill hálfan milljarð króna í ógreiddan kauprétt frá þrotabúi bankans, segir að samningar verði að halda þótt mótaðili fari í þrot. Hann segist skilja gremju almennings en krafa sín sé réttmæt.

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfasviðs Landsbankans, sem gerir 490 milljóna króna kröfu í þrotabú Landsbankans, baðst undan viðtali, en sagði í samtali við fréttastofu en sagði að um væri að ræða réttindi sem samið hafi verið um fyrst árið 2003. Þúsundir aðila víðs vegar um heim hafi gert kröfur í þrotabúið þar á meðal einhverjir tugir fyrrverandi starfsmanna gamla bankans.

„Það er ekki hægt að gera upp á milli kröfuhafa, setja upp gleraugu samtímans og segja að samningur sem var gerður fyrir tæpum áratug eigi ekki staðist vegna breyttra efnahagsaðstæðna árum síðar. Þannig er ekki hægt að gera upp á milli kröfuhafa og þannig virkar réttarkerfið ekki."

Steinþór gerir athugasemdir við þær upplýsingar sem birtast um tekjur verðbréfamiðlunar fyrir árið 2007 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og fjalla var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar eru þær sagðar 2,5 milljarðar króna árið 2007 hið rétta er að þær voru tæpir 4,3 milljarðar króna.

Steinþór segist skilja gremju almennings tengt málefnum er varða bankana. Hann segir hins vegar að það sé eðlilegt að íslenskur ríkisborgari geti gert kröfu á þrotabúið á sama hátt og erlendir kröfuhafar og án þess að vera teknir af lífi fyrir það eitt að leita réttar síns.

Steinþór bendir á að ef launakröfur sínar og annarra í þrotabúið verða samþykktar mun tæplega helmingur þeirra fara í ríkissjóð í formi skatttekna, sem ríkið myndi annars tapa ef þessar kröfur yrðu ekki gerðar í þrotabúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×