Viðskipti innlent

Ræddi skilyrði fyrir banka til yfirtöku á fyrirtækjum

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi sett eignarhaldi bankanna á tilteknum atvinnufyrirtækjum ítarleg skilyrði. Þessi skilyrði koma fram í ákvörðunum sem birtar eru í hverju og einu samrunamáli.

Þetta kom fram í máli Páls á opnum fundi eftirlitsins í morgun undir yfirskriftinni „Yfirtaka banka á atvinnufyrirtækjum".

„Hér ber að halda því sérstaklega til haga að bankarnir þrír og aðilar á þeirra vegum hafa sýnt Samkeppniseftirlitinu fullan samstarfsvilja við mótun þessara skilyrða. Þannig hafa þeir í öllum tilvikum hingað til fallist á þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið hefur talið nauðsynleg til þess að heimila yfirtökurnar," segir Páll.

„Í skilyrðunum felast reglur sem bankarnir hafa þannig skuldbundið sig til að fylgja, að viðlögðum stjórnvaldssektum, ef út af er brugðið."

Ræðu Páls má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×