Innlent

Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS

Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna segir að þingmönnum og ráðherrum flokksins hafi verið hótað með sms-sendingum við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna segir að þingmönnum og ráðherrum flokksins hafi verið hótað með sms-sendingum við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu.

Hann segir að þegar ríkisstjórnarflokkarnir hafi ákveðið að leggja málið fyrir þingið hafi því verið haldið rækilega til haga að í þinginu skyldu þingmenn einungis vera bundnir eigin sannfæringu.

„Það verður lengi í minnum haft hvernig vinnubrögðum var beitt þegar málið var keyrt í gegnum þingið. Þrátt fyrir að samið hafi verið um að allir fengju óbundnir til atkvæða var haft í hótunum við einstaka þingmenn og ráðherra Vinstri grænna, þar voru því gerðir skórnir að líf fyrstu hreinu vinstri ríkisstjórnarinnar væri undir í atkvæðagreiðslunni og að staðan nú væri sú að það félli á atkvæði viðkomandi."

Og Ásmundur heldur áfram. „Samfelldar sms-sendingar á einstaka þingmenn meðan á atkvæðagreiðslu stóð er dæmi af sama toga en þau innihéldu hótanir um stjórnarslit ef viðkomandi styddi ekki aðildarumsóknina. Þessi ólýðræðislegu vinnubrögð voru í litlum takti við það auka þingræði sem báðir stjórnarflokkarnir hafa talað fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×