Handbolti

Löwen í beinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson.

Handknattleiksmenn í Þýskalandi komast loksins í jólafrí í kvöld þegar síðustu leikir ársins í þýsku úrvalsdeildinni fara fram.

Fjölmargir Íslendingar verða á ferðinni og þar á meðal Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen. Þeir sækja Göppingen heim og verður leikur liðanna í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 18.30.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar eiga heimaleik gegn Þóri Ólafssyni og félögum í Lubbecke. Berlin er í öðru sæti deildarinnar og þarf sárlega á sigri að halda til þess að halda í við topplið Hamborgar.

Leikir dagsins:

Magdeburg-Flensburg

Göppingen-Rhein Neckar Löwen

TuS N Lubbecke-Fuchse Berlin

Hannover Burgdorf-Melsungen

Wetzlar-Grosswallstadt

Balingen-Gummersbach

Lemgo-Friesenheim

Kiel-Rheinland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×