Handbolti

Aron áfram hjá Kiel til 2015

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Nordic Photos / Getty Images

Aron Pálmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Kiel sem bindur hann við félagið til loka tímabilsins 2015.

Þetta tilkynntu forráðamenn Kiel í kvöld en Aron kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Hann framlengdi gamla samninginn sinn um tvö ár.

„Með þessu viljum við gefa til kynna að félagið er enn að taka skref í rétta átt," sagði Uli Derad, framkvæmdarstjóri Kiel, á heimasíðu félagsins.

Sjálfur sagðist Aron ánægður með samninginn. „Nú get ég einbeitt mér að HM með vinum mínum í íslenska landsliðinu og svo aftur að verkefnum Kiel," sagði Aron.

Aron átti frábæru gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. Hann varð bæði þýskur meistari með liðinu sem og Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×