Viðskipti innlent

Míla og SIP skrifa undir samning

Á myndinni eru Harpa Heimisdóttir, viðskiptastjóri hjá Mílu, Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri SIP og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður Sölu hjá Mílu. 
Myndina tók Sigurður Salomon Gear
Á myndinni eru Harpa Heimisdóttir, viðskiptastjóri hjá Mílu, Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri SIP og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður Sölu hjá Mílu. Myndina tók Sigurður Salomon Gear

Nýlega skrifuðu Fjarskiptafyrirtækið SIP ehf. og Míla ehf. undir samning um sambönd í tveimur símstöðvum í Mývatnssveit.

Samböndin verða notuð til að veita ADSL þjónustu á svæðinu, sem SIP hefur hug á að bjóða, en fyrir voru ekki sambönd fyrir ADSL þjónustu í viðkomandi símstöðvum.

Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri SIP skrifaði undir samninginn fyrir hönd SIP og fyrir hönd Mílu var það Eva Magnúsdóttir forstöðumaður Sölu sem skrifaði undir.

„Verkefnið á Mývatni er á margan hátt afar skemmtilegt og jákvætt. Frumkvæðið kemur frá heimamönnum og hefur SIP tekist í samstarfi við Mílu, að útfæra þjónustu sem mun ná til allra íbúa sveitarfélagsins. SIP ehf. bindur miklar vonir við aukið samstarf við Mílu en sjálfstæði Mílu er afar mikilvægur hlekkur í því að auka samkeppni á fjarskiptamarkaðnum, " segir Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri SIP.

„Míla er mjög ánægð með það samstarf sem fyrirtækið hefur átt við SIP og bindur vonir við að framhald verði á því, "segir Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður Sölu hjá Mílu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×