Reyna að takmarka bókhaldsbrellur og bankahnýsni Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2010 18:45 Meðal nýmæla í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem útiloka að bankar hafi sömu endurskoðendur árum saman sem minnkar líkur á bókhaldsbrellum. Þá verður bankastarfsmönnum veitt mikið aðhald því viðskiptavinir munu framvegis geta fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa skoðað fjárhagsupplýsingar um þá. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki sem felur í sér metnaðarfullar breytingar á gildandi lögum sem eiga að draga úr líkum á að þeir atburðir endurtaki sig sem leiddu til bankahrunsins fyrir hálfu öðru ári síðan. Gylfi kynnti frumvarpið á sérstökum fundi í Þjóðminjasafninu í morgun.Meðal breytinga í frumvarpinu eru takmarkanir á því hversu mikið banki getur átt af eigin bréfum. Þá verða lánveitingar til tengdra aðila takmarkaðar og blátt bann verður lagt við lánveitingum gegn veði í eigin bréfum. en slíkt var algengt hér á landi fyrir hrun. og má í því samhengi nefna fræg kúlulán til starfsmanna bæði Glitnis og Kaupþings. Meðal athyglisverðar nýmæla í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem heimila viðskiptamönnum bankanna að óska sérstaklega eftir því nákvæmlega hvaða starfsmenn hafa verið að skoða fjárhagslegar upplýsingar um þá. Þetta ætti að veita hnýsnum bankamönnum aðhald því þetta þýðir að bankastarfsmenn geta ekki verið að skoða málefni annarra viðskiptavina en þeirra sem þeir sjálfir eru að sinna. „Agaskapandi áhrif á eftirlitsskylda aðila" Gunnar Þ. Anderson, forstjóri FME, segist ánægður með frumvarpið. „Vissulega, því þetta frumvarp gefur okkur meira svigrúm og víðtækari heimildir. Svo eru þarna ný ákvæði sem munu hafa mjög agaskapandi áhrif á eftirlitsskylda aðila," segir Gunnar. í Frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra, er tekið á málefnum endurskoðenda. Mikið hefur rætt um ábyrgð þeirra á bankahruninu, en ýmislegt misjafnt fékk að þrífast hér á landi í skjóli endurskoðaðra ársreikninga. Í nýja frumvarpinu eru því settar skorður að menn geti verið með sama endurskoðunarfyrirtækið árum saman. Er þetta staðfesting löggjafans á því að endurskoðendur hafi verið keyptir fyrir bankahrunið? „Ég held að það sé ekki svoleiðis, ég held það sé bara heilbrigt að skipta um. Hér áður fyrr, fyrir allmörgum árum, var talið að traustið fælist í því að hafa sama endurskoðandann í langan tíma, en svo hefur annað komið í ljós og þess vegna er verið að fara nýjar leiðir," segir Gunnar Þ. Anderson, forstjóri FME, um þetta ákvæði frumvarpsins. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Meðal nýmæla í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem útiloka að bankar hafi sömu endurskoðendur árum saman sem minnkar líkur á bókhaldsbrellum. Þá verður bankastarfsmönnum veitt mikið aðhald því viðskiptavinir munu framvegis geta fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa skoðað fjárhagsupplýsingar um þá. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki sem felur í sér metnaðarfullar breytingar á gildandi lögum sem eiga að draga úr líkum á að þeir atburðir endurtaki sig sem leiddu til bankahrunsins fyrir hálfu öðru ári síðan. Gylfi kynnti frumvarpið á sérstökum fundi í Þjóðminjasafninu í morgun.Meðal breytinga í frumvarpinu eru takmarkanir á því hversu mikið banki getur átt af eigin bréfum. Þá verða lánveitingar til tengdra aðila takmarkaðar og blátt bann verður lagt við lánveitingum gegn veði í eigin bréfum. en slíkt var algengt hér á landi fyrir hrun. og má í því samhengi nefna fræg kúlulán til starfsmanna bæði Glitnis og Kaupþings. Meðal athyglisverðar nýmæla í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem heimila viðskiptamönnum bankanna að óska sérstaklega eftir því nákvæmlega hvaða starfsmenn hafa verið að skoða fjárhagslegar upplýsingar um þá. Þetta ætti að veita hnýsnum bankamönnum aðhald því þetta þýðir að bankastarfsmenn geta ekki verið að skoða málefni annarra viðskiptavina en þeirra sem þeir sjálfir eru að sinna. „Agaskapandi áhrif á eftirlitsskylda aðila" Gunnar Þ. Anderson, forstjóri FME, segist ánægður með frumvarpið. „Vissulega, því þetta frumvarp gefur okkur meira svigrúm og víðtækari heimildir. Svo eru þarna ný ákvæði sem munu hafa mjög agaskapandi áhrif á eftirlitsskylda aðila," segir Gunnar. í Frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra, er tekið á málefnum endurskoðenda. Mikið hefur rætt um ábyrgð þeirra á bankahruninu, en ýmislegt misjafnt fékk að þrífast hér á landi í skjóli endurskoðaðra ársreikninga. Í nýja frumvarpinu eru því settar skorður að menn geti verið með sama endurskoðunarfyrirtækið árum saman. Er þetta staðfesting löggjafans á því að endurskoðendur hafi verið keyptir fyrir bankahrunið? „Ég held að það sé ekki svoleiðis, ég held það sé bara heilbrigt að skipta um. Hér áður fyrr, fyrir allmörgum árum, var talið að traustið fælist í því að hafa sama endurskoðandann í langan tíma, en svo hefur annað komið í ljós og þess vegna er verið að fara nýjar leiðir," segir Gunnar Þ. Anderson, forstjóri FME, um þetta ákvæði frumvarpsins.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira