Viðskipti innlent

Stjórn LV ætlar í mál við bankana vegna taps sjóðsins

Gissur Sigurðsson skrifar
Helgi Magnússon sagðist einnig vera kunnugt um að aðrir lífeyrissjóðir í sömu stöðu, hefðu uppi sambærileg áform um lögsókn, vegna blekkinga bankamannanna.
Helgi Magnússon sagðist einnig vera kunnugt um að aðrir lífeyrissjóðir í sömu stöðu, hefðu uppi sambærileg áform um lögsókn, vegna blekkinga bankamannanna.
Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (LV) ætlar láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort hægt verður að sækja bætur til bankanna vegna taps sjóðsins, sem stjórnarmenn vilja rekja til blekkinga bankanna. Þær hafi einkum birst í markaðsmisnotkun í hlutabréfaviðskiptum.

Þetta kom meðal annars fram í máli Helga Magnússonar stjórnarformanns sjóðsins á ársfundi hans í gærkvöldi. Málil sínu til stuðnings vísaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem segir að flest bendi til þess að íslenskir bankar hafi stundað markaðsmisnotkun í hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskiptum, sem leiddi meðal annars til þess að krónan féll , en á því tapaði lífeyrisjóðurinn gríðarlega.

Á árunum 2008 og 2009 þurfti sjóðurinn að afskrifa um 50 milljarða króna og skerða líferyisréttindi um tíu prósent. Helgi Magnússon sagðist einnig vera kunnugt um að aðrir lífeyrissjóðir í sömu stöðu, hefðu uppi sambærileg áform um lögsókn, vegna blekkinga bankamannanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×