Viðskipti innlent

Tryggingasjóður kallar eftir upplýsingum

Innlánin hjá Byr og Sparisjóðnum í Kefklavík voru flutt í önnur félög og koma ekki við sögu hjá Tryggingarsjóði.
Innlánin hjá Byr og Sparisjóðnum í Kefklavík voru flutt í önnur félög og koma ekki við sögu hjá Tryggingarsjóði.
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta mun kalla eftir upplýsingum um greiðsluskyldu sína gagnvart Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og VBS fjárfestingabanka. Þetta er gert í framhaldi af því áliti Fjármálaeftirlitsins að greiðsluskylda hafi skapast hjá sjóðnum gagnvart viðskiptavinum þessara fjármálafyrirtækja og greint er frá hér á síðunni.

 

Aðspurð, bendir Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Tryggingarsjóðs á að sjóðnum sé ekki ætlað að tryggja tjón eigenda hlutabréfa og stofnfjárbréfa í viðkomandi félögum.

 

„Hvað þessi þrjú fyrirtæki varðar má nefna að VBS hafði ekki heimildir til að taka við innstæðum og þar er því eingöngu um hugsanlega greiðsluskyldu á verðbréfadeild sjóðsins að ræða," segir Sigrún. „Og hvað sparisjóðina tvo varðar hefur verið tilkynnt að innlánin í þeim voru flutt í önnur félög þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók rekstur þeirra. Má í því sambandi vísa til ákvörðunar FME um flutning eigna og skulda viðkomandi félaga"

 

Sigrún segir að Tryggingarsjóðurinn muni nú fara yfir þessi mál og óska eftir upplýsingum um hugsanlega greiðsluskyldu sjóðsins og um hvaða upphæðir geti verið að ræða og jafnfram lýsa eftir kröfum á hendur sjóðnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×