Viðskipti innlent

Tryggingasjóður greiði viðskiptavinum Byr, Spkef og VBS

Mynd/GVA
Það er álit Fjármálaeftirlitsins (FME) að stofnast hafi greiðsluskylda hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda gagnvart viðskiptavinum Byrs, Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og VBS fjárfestingabanka.

Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í apríl og mars s.l. hafi Fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar hjá þessum fjármálafyrirtækjum og skipa þeim bráðabirgðastjórn.

Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag og þetta var gert hafi fyrirtækin ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, verðbréfa eða reiðufé þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust.

Samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta ...hefur vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Byr, Spkef og VBS sem ekki hafa fengið greiddar innstæður sínar, í samræmi við ákvæði laganna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×