Viðskipti innlent

Ragnar Z. segir upp hjá Byr - fær ekki starfslokasamning

Jón Finnbogason, sparisjóðsstjóri hjá Byr.
Jón Finnbogason, sparisjóðsstjóri hjá Byr.

Stjórn Byrs hefur ákveðið að framlengja ráðningu Jóns Finnbogasonar sem sparisjóðsstjóra Byrs en hann tók við af Ragnari Z. Guðjónssyni sem fór í tímabundið leyfi frá störfum í nóvember. Ragnar hefur nú sagt upp störfum og í tilkynningu frá sparisjóðnum segir að ekki hafi verið gerður sérstakur starfslokasamningur við hann.

Jón hóf störf sem forstöðumaður lögfræðisviðs Byrs í ársbyrjun 2009.

Í tilkynningunni er ítrekað að breytingin hefur engin áhrif á starfsemi sparisjóðsins, starfsemi og þjónusta Byrs mun verða óbreytt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×