Viðskipti innlent

Eftirlitið brást hjá Seðlabanka

Bjarni segir bankana hafa keypt upp allt sitt eigið fé í gjaldeyri, og gott betur. fréttablaðið/gva
Bjarni segir bankana hafa keypt upp allt sitt eigið fé í gjaldeyri, og gott betur. fréttablaðið/gva
Hrun íslensku krónunnar árið 2008 má rekja beint til íslensku viðskiptabankanna sem gengu allt of langt í kaupum á erlendum gjaldeyri mánuðina fyrir hrun. Seðlabankinn hafði ekkert eftirlit með viðskiptum bankanna, heldur þvert á móti rýmkaði heimildir um kaup á gjaldeyri þegar eðlilegt hefði verið að þrengja þær. Bankinn hefði átt að kaupa gjaldeyri á þessum tíma til að verjast stöðutöku bankanna, en skellti skollaeyrum við varúðarmerkjum.

Þetta er niðurstaða Bjarna Kristjánssonar, hagfræðings og fyrrverandi gjaldeyrismiðlara Landsbankans, í skýrslu um orsök og aðdraganda falls krónunnar sem Kastljósið fjallaði um á fimmtudagskvöld.

Skýrsluna hefur Bjarni boðið útgerðarfyrirtækjum og lífeyrissjóðum sem standa í málaferlum við skilanefndir bankanna um uppgjör gjaldeyrisskiptasamninga.

Í skýrslu Bjarna segir að bankarnir hafi leikið tveimur skjöldum. Á sama tíma og þeir gerðu framvirka samninga við sjóði og fyrirtæki tóku þeir stöðu gegn krónunni með fyrrgreindum hætti.

Bjarni segir að hagnaður bankanna mánuðina fyrir hrun verði rakinn beint til þessara viðskipta og á aðeins 1000 dögum hafi bankarnir keyrt krónuna í kaf, eins og Bjarni orðar það í skýrslunni. - shá





Fleiri fréttir

Sjá meira


×