Viðskipti innlent

Naumur tími til að taka á skuldavandanum

MYND/Gunnar V. Andrésson

Íslensk stjórnvöld hafa nauman tíma til að taka á skuldavanda ríkisins, segir sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að forðast beri lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að skuldavandi íslenska ríkisins verði ekki leystur með frekari söfnun erlendra skulda heldur með virki stýringu og endurskipulagningu þeirra skulda sem ríkið hefur nú þegar þurft að taka á sig.

Hann segir að það sé eðli efnahagsáætlana Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að grafa undan fullveldi ríkja og takmarka valkosti stjórnvalda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×