Viðskipti innlent

Verðbólgan nokkuð yfir spám sérfræðinga

Verðbólgumæling Hagstofunnar er nokkuð yfir spám sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að hún yrði 6,8-6,9% í þessum mánuði. Jón Bjarki Bentsson sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir að mælingin sé samt nokkuð í takt við spár. „Við gerðum ráð fyrir 0,8% hækkun vísitölunnar en hún reyndist 1,15%," segir Jón Bjarki.

Hvað varðar mismuninn á spám og sjálfri mælingunni upp á 7,3% segir Jón Bjarki að fyrir utan það að húsnæðisliðurinn standi nú í stað eftir mikla lækkun og áhrif á útsölulokum megi nefna töluverðar hækkanir á húsgögnum og stærri heimilistækjum.

„Það lítur út fyrir að þeir sem selja húsgögn og stærri heimilistæki hafi verið að taka inn nýja lagera hjá sér og verðhækkun á þessum vörum endurspegli þar með gengisfall krónunnar á síðasta ári en gengið hefur verið nokkuð stöðugt undanfarið," segir Jón Bjarki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×