Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri FME svarar fyrir sig

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafnar því að hafa verið veifiskati og klappastýra bankamannanna. Hann segir þá gagnrýni sem fram kom í blaðinu Euromoney bæði ósanngjarna og ranga. Hann sér þó eftir að hafa ekki stækkað Fjármálaeftirlitið hraðar.

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var harðlega gagnrýndur í blaðinu Euromoney. Þar var hann kallaður veifiskati og klappstýra bankamannanna. Þá voru starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem ekki höfðu flutt sig yfir til bankanna sagðir glórulausir. Jónas hafnar því að hafa verið veifiskati.

Jónas segir að stærstur hluti þeirra mála sem nú liggi hjá sérstökum saksóknara sé tilkominn vegna rannsókna Fjármálaeftirlitsins sem hófust strax eftir bankahrunið. Þá hafi Fjármálaeftirlitinu verið treyst til að framkvæma neyðarlögin. Gagnrýnin sé því ósanngjörn enda hafi blaðamaðurinn ekki haft samband við hann.

Í greininni er sagt að vinasamband Jónasar og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings hafi verið of náið. Jónas segist hafa hitt hann nokkrum sinnum og ekki kalla hann kunningja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×