Viðskipti innlent

Gríðarleg ásókn í sparnaðarnámskeið

Atlantsolía fékk á dögunum 100 sæti á námskeiðið Úr mínus í plús hjá spara.is til þess að bjóða viðskiptavinum sínum á þriðjudaginn 23. mars. Viðtökurnar voru gríðarlega góðar og fór áhuginn á námskeiðinu fór frammúr öllum væntingum. Á einum sólarhring höfðu skráð sig 1.200 notendur dælulykils Atlantsolíu.

„Þessi gríðarlegi áhugi á námskeiðinu Úr mínus í plús varð til þess að Atlantsolía og spara.is gerðu með sér samning um að halda annað námskeið fyrir viðskiptavini Atlantsolíu. Til þess að tryggja að sem flestir komist að verður námskeiðið haldið í stóra salnum í Háskólabíói, þriðjudaginn 30. mars kl 18:00 - 22:00," segir í tilkynningu.

Á námskeiðinu verður viðskiptavinum Atlantsolíu kennt að „nýta peninga sína enn betur en hingað til, að verða skuldlausir á undraskömmum tíma og spara sér milljónatugi í vexti og verðbætur og að byggja upp sparnað og eignir með einföldum og áhrifaríkum hætti. Og meira en það, á námskeiðinu verður farið í fjársjóðsleit og kennt hvernig hægt sé að hafa gaman af peningunum með nýju fjárhagskerfi fyrir heimilin, Epli & appelsínum," segir ennfremur.

Enn er hægt að tryggja sér sæti á námskeiðinu í Háskólabíói og er hægt að skrá sig á www.atlantsolia.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×