Viðskipti innlent

Hagnaður MP fyrir afskriftir nam 243 milljónum á síðari hluta ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Karl Guðmundsson er forstjóri MP banka. Mynd/ Vilhelm.
Gunnar Karl Guðmundsson er forstjóri MP banka. Mynd/ Vilhelm.
MP banki tapaði 1180 milljónum á árinu 2009, sé tekið tillit til afskrifta. Fyrir afskriftir nam hagnaður bankans á síðari helmingi ársins hins vegar 243 milljónum íslenskra króna.

Í fréttatilkynningu frá bankanum sem send var fjölmiðlum nú síðdegis segir að afskriftir útlána séu stærsti einstaki liðurinn sem áhrif hefur á afkomu bankans. Afskriftir bankans á árinu 2009 eru vegna óbeinna afleiðinga bankahrunsins en ekki vegna nýrri lána.

Heildareignir MP banka í árslok 2009 námu 62.567 milljónum og hafa vaxið um 9.189 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé bankans nemur 5.040 milljónum og CAD hlutfall hans er 14,9%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×