Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða 25. júní 2010 18:52 Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira
Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir stöðuna smám saman vera að skýrast eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku, þó ekki séu öll kurl komin til grafar. Síðustu daga hafa mismunandi sviðsmyndir sem komið gætu upp eftir dóminn verið ræddar, meðal annars á samráðsfundi ráðherra, aðila vinnumarkaðarins og fleiri í gær. Versta sviðsmyndin frá sjónarhóli fjármálakerfisins er að sögn Gylfa sú að dómurinn hafi veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu íslensku bankanna og hún geti jafnvel farið niður fyrir átta prósent, sem er innan við alþjóðlegar kröfur um eigið fé. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá á ríkið talsvert þar undir, meðal annars vegna eignarhalds á Landsbankanum og minnihluta í öðrum fjármálafyrirtækjum. Höggið sem gæti lent á hinu opinbera væri líklegast af stærðargráðunni 100 milljarðar eða eitthvað stærra en það," segir Gylfi. Gylfi segir þó ekkert í líkingu við bankahrunið vera í uppsiglingu, enda dugi eignir bankanna fyrir öllum kröfum. Hann segir óvissu vegna gengisdómsins ekki verða eytt að fullu fyrr en dómar Hæstaréttar um öll ágreiningsmál hafi fallið. Gylfi er ósammála þeirri niðurstöðu að samningsvextir lánanna gildi áfram. „Þetta mál verður ekki leyst með einhverjum skoðanakönnun lögfræðinga og í sjálfu sér ekki heldur með einhverjum niðurstöðum hagfræðinga eins og þess sem hér stendur. Það er Hæstiréttur sem mun skera úr um þetta. En efnislega er það fráleit niðurstaða að hinir erlendu vextir standi þó að forsendum fyrir þeim sé kippt undan," segir Gylfi. En ætlar ríkisstjórnin að beita sér og milda höggið? „Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Við þurfum auðvitað að haga okkur á ábyrgan hátt og koma í veg fyrir að slík niðurstaða ógni fjármálastöðugleika. Það er kannski fyrst og fremst það sem við erum að reyna að ná fram," segir Gylfi.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira