Europol rannsakar starfsemi Kaupþings Sigríður Mogensen skrifar 25. september 2010 18:43 Europol hefur hafið rannsókn á starfsemi Kaupþings. Þá er rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á bankanum enn í gangi. Eins og fréttastofa greindi frá í gær gagnrýnir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, fjármálaeftirlitið harðlega í bréfi til forsætisráðherra og annarra ráðamanna. Hann segir að eftirlitið hafi aldrei kallað hann til yfirheyrslu, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir í sinn garð. Gunnar Andersen, forstjóri FME, vísar gagnrýni Hreiðars Más á bug. Hann segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en sagði þó í samtali við fréttastofu að Fjármálaeftirlitið vísi ekki málum til sérstaks saksóknara nema eftir að hafa greint upplýsingar ítarlega. Sérstakur saksóknari sjái síðan um yfirheyrslur, það sé ekki í verkahring FME. Hreiðar Már vitni til rannsóknar fjármálaeftirlitsins breska á tilteknu afmörkuðum máli þar, rannsókn FME snúi hins vegar að málefnum bankans í heild. Þá bendir Gunnar á að tvö dómsstig hafi litið málið það alvarlegum augum að þau staðfestu gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að góð samvinna væri milli Fjármálaeftirlitsins og embættis hans, og hafi það samstarf nýst vel. Hann vildi þó ekki tjá sig um bréf Hreiðars Más að öðru leyti. Eins og fram hefur komið þá eru málefni Kaupþings til rannsóknar hjá bresku efnahagsbrotadeildinni, en samkvæmt heimildum fréttastofu stendur sú rannsókn enn yfir. Heimildir fréttastofu herma einnig að Europol hafi nú hafið rannsókn á ýmsum þáttum í starfsemi Kaupþings banka fyrir hrun. Bankinn starfaði á alþjóðlegum mörkuðum og safnaði til að mynda miklu lánsfé á mörkuðum í Evrópu í gegnum skuldabréfaútgáfu í Lúxemborg. Rannsókn Europol snýr meðal annars að því að kanna hvort fjárhagslegar upplýsingar í skuldabréfaútboðum bankans hafi verið rangar eða villandi á sínum tíma. Það geti varðað við alþjóðalög. Rannsóknin teygir anga sína út fyrir Evrópu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Europol hefur hafið rannsókn á starfsemi Kaupþings. Þá er rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á bankanum enn í gangi. Eins og fréttastofa greindi frá í gær gagnrýnir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, fjármálaeftirlitið harðlega í bréfi til forsætisráðherra og annarra ráðamanna. Hann segir að eftirlitið hafi aldrei kallað hann til yfirheyrslu, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir í sinn garð. Gunnar Andersen, forstjóri FME, vísar gagnrýni Hreiðars Más á bug. Hann segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en sagði þó í samtali við fréttastofu að Fjármálaeftirlitið vísi ekki málum til sérstaks saksóknara nema eftir að hafa greint upplýsingar ítarlega. Sérstakur saksóknari sjái síðan um yfirheyrslur, það sé ekki í verkahring FME. Hreiðar Már vitni til rannsóknar fjármálaeftirlitsins breska á tilteknu afmörkuðum máli þar, rannsókn FME snúi hins vegar að málefnum bankans í heild. Þá bendir Gunnar á að tvö dómsstig hafi litið málið það alvarlegum augum að þau staðfestu gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að góð samvinna væri milli Fjármálaeftirlitsins og embættis hans, og hafi það samstarf nýst vel. Hann vildi þó ekki tjá sig um bréf Hreiðars Más að öðru leyti. Eins og fram hefur komið þá eru málefni Kaupþings til rannsóknar hjá bresku efnahagsbrotadeildinni, en samkvæmt heimildum fréttastofu stendur sú rannsókn enn yfir. Heimildir fréttastofu herma einnig að Europol hafi nú hafið rannsókn á ýmsum þáttum í starfsemi Kaupþings banka fyrir hrun. Bankinn starfaði á alþjóðlegum mörkuðum og safnaði til að mynda miklu lánsfé á mörkuðum í Evrópu í gegnum skuldabréfaútgáfu í Lúxemborg. Rannsókn Europol snýr meðal annars að því að kanna hvort fjárhagslegar upplýsingar í skuldabréfaútboðum bankans hafi verið rangar eða villandi á sínum tíma. Það geti varðað við alþjóðalög. Rannsóknin teygir anga sína út fyrir Evrópu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira