Spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í nóvember 22. október 2010 11:12 Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 3. nóvember næstkomandi. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 4,25% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 5,75%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að eftir síðustu vaxtaákvörðun lýsti peningastefnunefndin því yfir að eitthvert svigrúm væri enn til staðar til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði eins og spáð er. Um er að ræða viðlíka yfirlýsingu og eftir síðustu vaxtaákvarðanir nefndarinnar nema nú er búið að bæta inn „eitthvert" sem kann að benda til þess að vaxtalækkunarferillinn sé að nálgast botninn. Viðskiptavegið meðalgengi krónunnar er nú viðlíka því sem það var við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar en gengi krónunnar hefur haldist stöðugt þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi á tímabilinu keypt gjaldeyri til að efla þann hluta gjaldeyrisforðans sem ekki er fenginn að láni. Gjaldeyrishöftin, afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd ásamt vaxtamun við helstu viðskiptalönd Íslands eru meðal þeirra þátta sem hafa haldið krónunni stöðugri. Verðbólgan hefur einnig haldið áfram að hjaðna og í takti við það sem reiknað var með. Við síðustu vaxtaákvörðun stóð verðbólgan í 4,5% en er nú 3,7%. Þegar ekki er tekið tillit til áhrifa óbeinna skatta minnkaði verðbólgan á þessu tímabili úr 3,8% niður í 2,9%. „Við teljum að verðbólgan hjaðni áfram á næstunni og reiknum með því að hún fari niður í 3,0% í október og verði komin niður í 2,4% í lok ársins. Það þýðir að Seðlabankinn nær þá loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu en það verður í fyrsta sinn frá vordögum árið 2004. Verðbólgumarkmiðið næst nú í október ef frá eru talin áhrif óbeinna skatta. Þá er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði á bilinu 2,5% til 3,1% eftir tímalengdum og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Greining Íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 3. nóvember næstkomandi. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 4,25% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 5,75%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að eftir síðustu vaxtaákvörðun lýsti peningastefnunefndin því yfir að eitthvert svigrúm væri enn til staðar til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði eins og spáð er. Um er að ræða viðlíka yfirlýsingu og eftir síðustu vaxtaákvarðanir nefndarinnar nema nú er búið að bæta inn „eitthvert" sem kann að benda til þess að vaxtalækkunarferillinn sé að nálgast botninn. Viðskiptavegið meðalgengi krónunnar er nú viðlíka því sem það var við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar en gengi krónunnar hefur haldist stöðugt þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi á tímabilinu keypt gjaldeyri til að efla þann hluta gjaldeyrisforðans sem ekki er fenginn að láni. Gjaldeyrishöftin, afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd ásamt vaxtamun við helstu viðskiptalönd Íslands eru meðal þeirra þátta sem hafa haldið krónunni stöðugri. Verðbólgan hefur einnig haldið áfram að hjaðna og í takti við það sem reiknað var með. Við síðustu vaxtaákvörðun stóð verðbólgan í 4,5% en er nú 3,7%. Þegar ekki er tekið tillit til áhrifa óbeinna skatta minnkaði verðbólgan á þessu tímabili úr 3,8% niður í 2,9%. „Við teljum að verðbólgan hjaðni áfram á næstunni og reiknum með því að hún fari niður í 3,0% í október og verði komin niður í 2,4% í lok ársins. Það þýðir að Seðlabankinn nær þá loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu en það verður í fyrsta sinn frá vordögum árið 2004. Verðbólgumarkmiðið næst nú í október ef frá eru talin áhrif óbeinna skatta. Þá er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði á bilinu 2,5% til 3,1% eftir tímalengdum og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira