Fullsnemmt að segja botninum náð á fasteignamarkaði 22. október 2010 08:30 Það er mat greiningar Arion banka að full snemmt sé að segja að botninum hafi verið náð á fasteignamarkaði þrátt fyrir að nýbirtar tölur Þjóðskrár Íslands gefi til kynna 0,4% hækkun fasteignaverðs í september frá fyrri mánuði. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að enda sé kaupmáttur heimilanna í lágmarki, atvinnuleysi er hátt, lánsfé til fasteignakaupa af skornum skammti og skuldsetning margra heimila þung. Því kann að skjóta skökku við að fasteignaverð sé hækka. En sem fyrr ber að taka einstaka verðmælingar með fyrirvara enda hafa þær hoppað upp og niður á milli mánaða. Síðastliðin 2 ár hafa afar fáir samningar legið á bakvið hverja mælingu, sem skýrir sveiflurnar. Lítilli veltu fylgir ákveðinn mælingarvandi sem að öllum líkindum vanmetur verðlækkun á fasteignamarkaði. Ástæðan er einna helst sú að það eru seljanlegustu eignirnar, einkum vel staðsettar smærri íbúðir, sem skipta helst um hendur á samdráttartímum. Þannig gefa kaupsamningar ekki rétta mynd af markaðinum þar sem fermetraverð er ávallt heldur hærra á þessum mest eftirsóttu eignum samanburði við hinar lítt seljanlegri í úthverfum. Hvað sem öðru líður hefðu fáir líklega trúað því að þegar tvö ár eru liðin frá hruni hafi fasteignaverð aðeins lækkað um 12% að nafnvirði. Á sama tíma og fasteignaverð hefur lækkað hefur veltað aftur tekið að þokast upp á við og svipar nú til þess er hún var haustið 2008. Veltan er enn talsvert lægri en hún var hér fyrir þremur árum. Aukin velta er vitaskuld merki um heilbrigði fyrir markaðinn en þarf síður svo að leiða til mældrar verðhækkunar þar sem kaupsamningar ná nú til fleiri eigna á dreifðara svæði, enda töluvert á reiki hvert „raunverulegt" verðmæti eigna er í sumum stöðum og hverfum á landinu, að því er segir í Markaðspunktnum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Það er mat greiningar Arion banka að full snemmt sé að segja að botninum hafi verið náð á fasteignamarkaði þrátt fyrir að nýbirtar tölur Þjóðskrár Íslands gefi til kynna 0,4% hækkun fasteignaverðs í september frá fyrri mánuði. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að enda sé kaupmáttur heimilanna í lágmarki, atvinnuleysi er hátt, lánsfé til fasteignakaupa af skornum skammti og skuldsetning margra heimila þung. Því kann að skjóta skökku við að fasteignaverð sé hækka. En sem fyrr ber að taka einstaka verðmælingar með fyrirvara enda hafa þær hoppað upp og niður á milli mánaða. Síðastliðin 2 ár hafa afar fáir samningar legið á bakvið hverja mælingu, sem skýrir sveiflurnar. Lítilli veltu fylgir ákveðinn mælingarvandi sem að öllum líkindum vanmetur verðlækkun á fasteignamarkaði. Ástæðan er einna helst sú að það eru seljanlegustu eignirnar, einkum vel staðsettar smærri íbúðir, sem skipta helst um hendur á samdráttartímum. Þannig gefa kaupsamningar ekki rétta mynd af markaðinum þar sem fermetraverð er ávallt heldur hærra á þessum mest eftirsóttu eignum samanburði við hinar lítt seljanlegri í úthverfum. Hvað sem öðru líður hefðu fáir líklega trúað því að þegar tvö ár eru liðin frá hruni hafi fasteignaverð aðeins lækkað um 12% að nafnvirði. Á sama tíma og fasteignaverð hefur lækkað hefur veltað aftur tekið að þokast upp á við og svipar nú til þess er hún var haustið 2008. Veltan er enn talsvert lægri en hún var hér fyrir þremur árum. Aukin velta er vitaskuld merki um heilbrigði fyrir markaðinn en þarf síður svo að leiða til mældrar verðhækkunar þar sem kaupsamningar ná nú til fleiri eigna á dreifðara svæði, enda töluvert á reiki hvert „raunverulegt" verðmæti eigna er í sumum stöðum og hverfum á landinu, að því er segir í Markaðspunktnum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira