Viðskipti innlent

Kjötvinnslufyrirtæki ná sátt við Samkeppniseftirlitið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SS er eitt þessara fyrirtækja.
SS er eitt þessara fyrirtækja.
Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarður og Kaupfélag Skagfirðinga hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og ætla að aðstoða við rannsókn á samkeppnishömlum á kjötmarkaði. Fyrirtækin greiða samtals 85 milljónir króna í sekt og grípa til ráðstafana sem ætlað er að efla samkeppni.

Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar hvort annars vegar verslanir Bónuss í eigu Haga og hins vegar átta kjötvinnslufyrirtæki hafi brotið gegn 10. grein samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið segir að fyrirtækin hafi gert þetta með tvíhliða samningum eða samstilltum aðgerðum í tengslum við smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem kjötvinnslurnar hafa sérmerkt fyrir Haga.

Samkvæmt samkomulaginu viðurkenna fyrirtækin að hafa brotið umrædda lagagrein.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×