Viðskipti innlent

Íslandsbanki setur Hafnarslóð í söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í Hafnarslóð sem er í dag í eigu Miðengis ehf., dótturfélags Íslandsbanka hf. Hafnarslóð ehf. er fasteignafélag sem á lóð og leikskóla við Vesturbrú 7 í Garðabæ.

Í tilkynningu um málið segir að söluferlið verði opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum... um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fyrirtækja sem höfðu eiginfjárstöðu sem var hærri en sem nemur 100 milljónum kr. í árslok 2009.

Áhugasamir fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu ásamt því að leggja fram umbeðnar upplýsingar og nauðsynleg gögn sem staðfesta að ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Framangreindu skal skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka í samræmi við nánari upplýsingar um skil gagna og tilboða.

Móttaka trúnaðaryfirlýsinga og viðeigandi gagna hefst mánudaginn 22. mars og er síðasti frestur til að skila inn framangreindu vegna þátttöku í söluferlinu föstudaginn 9. apríl kl. 16:00.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×