Viðskipti innlent

Greining: Verðbólgan verður 8,9% í mars

Greining MP Banka reiknar með því að ársverðbólgan fari í 8,9% í marsmánuði og aukist því um rúmt hálft annað prósentustig frá febrúar. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar.

„Þrátt fyrir yfirstandandi efnahagssamdrátt hefur verð neysluvara almennt haldið áfram að hækka. Bensínverð hækkaði töluvert milli mánaða og nokkuð hefur verið um verðskrárhækkanir á varanlegum neysluvörum og bílum," segir í Markaðsvísinum.

„Enn gætir áhrifa útsöluloka og búast má við þónokkurri hækkun vísitölunnar af þeim sökum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði þó áfram á milli mánaða og vegur það aðeins til lækkunar."

Greiningin segir að þegar allt er vegið saman má búast við allt að 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs þegar Hagstofan birtir mælingu sína fyrir marsmánuð næsta miðvikudag. Ef það gengur eftir fer ársverðbólgan upp í 8,9%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×