Viðskipti innlent

Nafni Færeyjabanka breytt í BankNordik

Føroya Banki er orðinn alþjóðlegur og með æ fleiri erlenda viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera nafnið fram. Því ætti að breyta því, segir stjórnarformaður bankans, Klaus Rasmussen. Fyrir næsta aðalfund mun stjórnin því leggja til að nafninu verði breytt í BankNordik.

Færeyjabanki var stofnaður 1906 og var í danskri eigu fram að færeyska hruninu í upphafi tíunda áratugsins. Hann keypti nýlega tólf útibú danska Sparbank og tryggingafélagið Vörð.- kóþ










Fleiri fréttir

Sjá meira


×