Viðskipti innlent

Mikið álag á símakerfi Iceland Express

Mikil álag hefur verið á símakerfi Iceland Express í morgun, enda gengur allt millilandaflug félagsins með eðlilegum hætti í dag.

Í tilkynningu segir að tvær vélar fóru þéttsetnar í morgun, önnur til London og hin til Kaupmannahafnar. Þær eru væntanlegar til baka skömmu eftir hádegi. Þá fara tvær vélar nú síðdegis, önnur til London og hin til Berlínar.

„Við treystum okkur til að brúa þetta bil sem hefur skapast og byggja loftbrú til og frá Íslandi," segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. „Ef þörf krefur munum við auka við flotann hjá okkur og bæta við ferðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×