Þrýstingur að utan um aukið eigið fé ÍLS 9. júlí 2010 08:00 Vanskil hafa aukist, 7% lána Íbúðalánasjóðs eru í frystingu og Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín um 750 íbúðir. Þótt sjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum og sé með fullri ríkisábyrgð þrýsta erlendir aðilar á um að ríkið bindi aukið fé í sjóðnum. Slík aðgerð er talin auka trúverðugleika endurreisnar íslensks efnahagslífs.FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur fréttablaðið/pjetur Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira