Það er orðið dýrara að kaupa íbúð í Árósum en í Kaupmannahöfn, sjálfri höfuðborg Danmerkur, segir á danska viðskiptavefnum epn.dk.
Fasteignaverð í Árósum er þar með orðið hæst af öllum borgum í landinu.
Uffe Vind, upplýsingafulltrúi fasteignamiðlunarinnar Danbolig, segist gera ráð fyrir að munurinn á fasteignaverði í Árósum og Kaupmannahöfn eigi eftir að verða meiri.
Epn.dk segir að 75 fermetra íbúð í Árósum kosti nú um 1,87 milljón danskar krónur sem samsvarar um 40 milljónum íslenskra króna. Það er um 3,5 milljónum íslenskum krónum meira en sambærileg íbúð kostar í Kaupmannahöfn.
Við lauslega athugun á fasteignavef Vísis kemur í ljós að algengt verð á 75 fermetra íbúðum í Reykjavík er 18 - 20 milljónir króna, eftir því hvar íbúðin er staðsett. Algengt verð á íbúðum að sambærilegri stærð á Akureyri er um 12-15 milljónir króna.
Himinhátt íbúðaverð
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent