Ríkið gæti tapað milljörðum á Sjóvá 18. júlí 2010 18:32 Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. Til að tryggja rekstrargrundvöll tryggingafélagsins Sjóvár eftir að móðurfélag þess fór í þrot lögðu ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki félaginu til sextán milljarða króna, en þar af átti ríkissjóður tólf milljarða. Sjóvá hefur nú verið í söluferli í nokkra mánuði og er nú svo komið að aðeins einn tilboðsgjafi stendur eftir. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp hver það væri en DV greindi frá því að um væri að ræða Heiðar Má Guðjónsson hagfræðing, en hann var áður náinn samstarfsmaður Björgólfs Thor Björgólfssonar hjá Novator. Heiðar Már hefur undanfarið ár starfað hjá vogunarsjóði í Sviss. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mjög ósennilegt að Heiðar Már hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa að kaupunum einn en hann er sagður í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra. Svo má til gamans geta að Heiðar Már er tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og var meðal álitsgjafa í kvikmyndinni Draumalandið sem byggð var á samnefndri bók þar sem hann varaði við stórframkvæmdum á þenslutímum, en hann var andvígur Kárahnjúkavirkjun. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu að væntanlegur kaupandi væri að framkvæma áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu í dag og niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en þeirri vinnu væri lokið. Árni sagði að til þess að ríkissjóður kæmi skaðlaus frá eignarhaldi sínu á Sjóvá þyrftu að minnsta kosti sextán milljarðar króna að fást fyrir fyrirtækið í söluferlinu. Árni vill ekkert gefa upp um verð en fari svo að tveir þriðju þeirrar upphæðar fáist tapar ríkissjóður rúmlega fjórum milljörðum króna miðað við fjármuni sem hann lagði fyrirtækinu til. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Íslenska ríkið mun hugsanlega tapa miklum fjármunum á sölu Sjóvár, ef ekki fæst rétt verð fyrir fyrirtækið. Ríkissjóður á rúmlega sjötíu prósenta hlut í Sjóvá sem hefur verið í söluferli í nokkra mánuði. Nú stendur einn fjárfestahópur eftir og er söluferlið á lokasprettinum. Til að tryggja rekstrargrundvöll tryggingafélagsins Sjóvár eftir að móðurfélag þess fór í þrot lögðu ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki félaginu til sextán milljarða króna, en þar af átti ríkissjóður tólf milljarða. Sjóvá hefur nú verið í söluferli í nokkra mánuði og er nú svo komið að aðeins einn tilboðsgjafi stendur eftir. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, vildi í samtali við fréttastofu ekki gefa upp hver það væri en DV greindi frá því að um væri að ræða Heiðar Má Guðjónsson hagfræðing, en hann var áður náinn samstarfsmaður Björgólfs Thor Björgólfssonar hjá Novator. Heiðar Már hefur undanfarið ár starfað hjá vogunarsjóði í Sviss. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mjög ósennilegt að Heiðar Már hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa að kaupunum einn en hann er sagður í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra. Svo má til gamans geta að Heiðar Már er tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og var meðal álitsgjafa í kvikmyndinni Draumalandið sem byggð var á samnefndri bók þar sem hann varaði við stórframkvæmdum á þenslutímum, en hann var andvígur Kárahnjúkavirkjun. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu að væntanlegur kaupandi væri að framkvæma áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu í dag og niðurstaða lægi ekki fyrir fyrr en þeirri vinnu væri lokið. Árni sagði að til þess að ríkissjóður kæmi skaðlaus frá eignarhaldi sínu á Sjóvá þyrftu að minnsta kosti sextán milljarðar króna að fást fyrir fyrirtækið í söluferlinu. Árni vill ekkert gefa upp um verð en fari svo að tveir þriðju þeirrar upphæðar fáist tapar ríkissjóður rúmlega fjórum milljörðum króna miðað við fjármuni sem hann lagði fyrirtækinu til.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira