Viðskipti innlent

Eignir Kaupþings jukust um 214 milljarða í fyrra

Virði eignasafns Kaupþings banka sem skilanefnd heldur utan um fyrir kröfuhafa bankans jókst um 214 milljarða á árinu 2009 samkvæmt nýbirtum fjárhagsupplýsingum bankans.

Skilanefnd mat óveðsettar eignir bankans í árslok 2009 á 743 milljarða króna sem er 214 milljarða króna hækkun frá árslokum 2008. Virðisaukningin er því ríflega 40% á 12 mánuðum.

Skilanefnd Kaupþings tók við eignasafni bankans við erfið skilyrði á mörkuðum og eignir bankans voru í misjöfnu ásigkomulagi. Mikil áhersla var lögð á fjárhagslega endurskipulagningu eignanna á árinu og markvissa eignastýringu en stór hluti lánasafnsins var endurskipulagður að fullu. Það hefur skilað mikilli virðisaukningu fyrir bankann en auk þess hefur rekstur undirliggjandi eigna snúist til betri vegar vegna hagstæðari markaðsskilyrða.

Þá hafði gengisþróun einnig jákvæð áhrif á virði safnsins og hlutafjársafn bankans hefur vaxið í virði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×