S&P ætlar að bíða til aprílloka með nýtt lánshæfismat 9. mars 2010 08:34 Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira