S&P ætlar að bíða til aprílloka með nýtt lánshæfismat 9. mars 2010 08:34 Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun