Hrintu ekki áætlun Heiðars Más í framkvæmd Sigríður Mogensen skrifar 25. október 2010 18:32 Björgólfur Thor Björgólfsson Félög Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru ekki nema að litlu leyti að ráðum Heiðars Más Guðjónssonar um að byggja upp skortstöður á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði árið 2006. Þetta fullyrðir talsmaður Novators. Heiðar Már Guðjónsson segir í minnisblaði sem hann kynnti fyrir bankaráði Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni í janúar 2006 að spennan í íslensku hagkerfi sé orðin gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg. Heiðar Már brýnir fyrir mönnum í minnisblaðinu að mikilvægt sé að leggja mat á það hvaða áhrif breytingar á mörkuðum geti haft á fyrirtæki tengd Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Skoða verði hvaða áhrif 45% lækkun hlutabréfa, 30-40% lækkun krónunnar og aukning verðbólgu í 10% geti haft á stöðu Landsbankans, Straums og Actavis. Í minnisblaðinu gefur hann sér að þessar breytingar muni eiga sér stað á næstu 12 mánuðum, það er að segja á milli áranna 2006 og 2007. Í minnisblaðinu fer Heiðar Már yfir stöðu þessara þriggja fyrirtækja og nefnir m.a. hvort Actavis sé jafnvel með óþarfa áhættu af íslensku krónunni. Heiðar Már segir að loka þurfi áhættu strax. Síðan þurfi að byggja upp skortstöður í þeim fyrirtækjum sem helst yrðu fyrir barðinu á ástandinu. Það séu bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur og fyrirtæki sem séu skuldsett og tengist Baugi. Heiðar Már leggur til þann 17. janúar 2006 að hlutabréf FL Group verði skortseld fyrir 5 milljarða, Dagsbrún fyrir 2-3 milljarða, Mosaic Fashions fyrir 1 milljarð, Kaupþing fyrir 10 milljarða og ISB (væntanlega Glitnir, innskot blaðamanns) fyrir 10 milljarða. Alls sé tekin 20 milljarða skortstaða í hlutabréfum sem gæti skilað 30% hagnaði eða hagnaði upp á 6 milljarða. Þá sé ráð að skortselja alþjóðleg skuldabréf sem tengist Kaupþingi, ISB , Baugi og FL Group. Búast megi við 1-2 milljarða hagnaði af því. Heiðar Már leggur jafnframt til að Straumur, Landsbankinn og Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, skortselji íslenskar krónur, hvert fyrirtæki fyrir sig sem samsvari 30-50 milljörðum. Búast megi við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljarða hagnaði. Heiðar Már segir í minnisblaðinu að í heild geti fyrirtæki Björgólfs Thors gert ráð fyrir ríflega 30 milljarða hagnaði af skortstöðum. Um væri að ræða hreinan hagnað. Heiðar Már segir að langmest hagnaðartækfæri séu í íslensku krónunni. Mikilvægt sé að tryggja að Actavis, Straumur og Landsbankinn skilji þá áhættu sem sé til staðar og minnki hana. Þá þurfi að tryggja að menn hlaupi ekki til og gefi viðskiptavinum sérmeðferð. Heiðar Már setur upp tímaáætlun fyrir aðgerðir sem þurfi að ráðast í. Þar segir að í fyrstu viku febrúar eigi Landsbankinn og Straumur að eyða viðskiptamannaáhættu með því að skortselja hlutabréf, skuldabréf og íslensku krónuna. Heiðar Már bjó til annað minnisblað í maí 2006. Þar segir hann að Landsbankinn eigi hvorki að verja sig, ná viðskiptavini sína fyrir gjaldeyrisáhættu og ekki eigi að draga úr útlánum bankans. Í seinna minnisblaðinu segir hann ennfremur að Novator taki skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna. Heiðar Már staðfesti í fréttum Stöðvar 2 í gær að Novator hafi tekið skortstöðu í krónunni fyrir 50 milljarða króna. Hann sagði að um væri að ræða gengisvarnir, en ekki stöðu gegn krónunni. Novator hafi verið að tryggja sig gegn gengisfalli. Eignir Novators hér á landi hafi verið tífalt meiri en það sem í minnisblaðinu er kallað skortstaða og hrein staða fyrirtækisins hafi verið með krónunni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, segir að fyrirtækið hafi ekki hrint í framkvæmd þeim áætlunum sem Heiðar Már lagði til varðandi skortsölu á íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira
Félög Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru ekki nema að litlu leyti að ráðum Heiðars Más Guðjónssonar um að byggja upp skortstöður á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði árið 2006. Þetta fullyrðir talsmaður Novators. Heiðar Már Guðjónsson segir í minnisblaði sem hann kynnti fyrir bankaráði Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni í janúar 2006 að spennan í íslensku hagkerfi sé orðin gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg. Heiðar Már brýnir fyrir mönnum í minnisblaðinu að mikilvægt sé að leggja mat á það hvaða áhrif breytingar á mörkuðum geti haft á fyrirtæki tengd Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Skoða verði hvaða áhrif 45% lækkun hlutabréfa, 30-40% lækkun krónunnar og aukning verðbólgu í 10% geti haft á stöðu Landsbankans, Straums og Actavis. Í minnisblaðinu gefur hann sér að þessar breytingar muni eiga sér stað á næstu 12 mánuðum, það er að segja á milli áranna 2006 og 2007. Í minnisblaðinu fer Heiðar Már yfir stöðu þessara þriggja fyrirtækja og nefnir m.a. hvort Actavis sé jafnvel með óþarfa áhættu af íslensku krónunni. Heiðar Már segir að loka þurfi áhættu strax. Síðan þurfi að byggja upp skortstöður í þeim fyrirtækjum sem helst yrðu fyrir barðinu á ástandinu. Það séu bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur og fyrirtæki sem séu skuldsett og tengist Baugi. Heiðar Már leggur til þann 17. janúar 2006 að hlutabréf FL Group verði skortseld fyrir 5 milljarða, Dagsbrún fyrir 2-3 milljarða, Mosaic Fashions fyrir 1 milljarð, Kaupþing fyrir 10 milljarða og ISB (væntanlega Glitnir, innskot blaðamanns) fyrir 10 milljarða. Alls sé tekin 20 milljarða skortstaða í hlutabréfum sem gæti skilað 30% hagnaði eða hagnaði upp á 6 milljarða. Þá sé ráð að skortselja alþjóðleg skuldabréf sem tengist Kaupþingi, ISB , Baugi og FL Group. Búast megi við 1-2 milljarða hagnaði af því. Heiðar Már leggur jafnframt til að Straumur, Landsbankinn og Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, skortselji íslenskar krónur, hvert fyrirtæki fyrir sig sem samsvari 30-50 milljörðum. Búast megi við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljarða hagnaði. Heiðar Már segir í minnisblaðinu að í heild geti fyrirtæki Björgólfs Thors gert ráð fyrir ríflega 30 milljarða hagnaði af skortstöðum. Um væri að ræða hreinan hagnað. Heiðar Már segir að langmest hagnaðartækfæri séu í íslensku krónunni. Mikilvægt sé að tryggja að Actavis, Straumur og Landsbankinn skilji þá áhættu sem sé til staðar og minnki hana. Þá þurfi að tryggja að menn hlaupi ekki til og gefi viðskiptavinum sérmeðferð. Heiðar Már setur upp tímaáætlun fyrir aðgerðir sem þurfi að ráðast í. Þar segir að í fyrstu viku febrúar eigi Landsbankinn og Straumur að eyða viðskiptamannaáhættu með því að skortselja hlutabréf, skuldabréf og íslensku krónuna. Heiðar Már bjó til annað minnisblað í maí 2006. Þar segir hann að Landsbankinn eigi hvorki að verja sig, ná viðskiptavini sína fyrir gjaldeyrisáhættu og ekki eigi að draga úr útlánum bankans. Í seinna minnisblaðinu segir hann ennfremur að Novator taki skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna. Heiðar Már staðfesti í fréttum Stöðvar 2 í gær að Novator hafi tekið skortstöðu í krónunni fyrir 50 milljarða króna. Hann sagði að um væri að ræða gengisvarnir, en ekki stöðu gegn krónunni. Novator hafi verið að tryggja sig gegn gengisfalli. Eignir Novators hér á landi hafi verið tífalt meiri en það sem í minnisblaðinu er kallað skortstaða og hrein staða fyrirtækisins hafi verið með krónunni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, segir að fyrirtækið hafi ekki hrint í framkvæmd þeim áætlunum sem Heiðar Már lagði til varðandi skortsölu á íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Sjá meira