Viðskipti innlent

Heiðar Már vildi taka skortstöðu í íslenskum hlutabréfum

Sigríður Mogensen skrifar

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Novators, lagði til í minnisblaði í byrjun árs 2006 að fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors byggðu upp 20 milljarða króna skortstöðu í íslenskum hlutabréfum til að bregðast við ójafnvægi í hagkerfinu og minnka áhættu.

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Novators, segir í minnisblaði sem sent var lykilmönnum í Landsbankanum í ársbyrjun 2006 að spenna á íslenskum fjármálamarkaði sé gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg.

Í minnisblaðinu leggur hann til að fyrirtæki Björgólfs Thors grípi til aðgerða til að minnka áhættu. Það verði meðal annars gert með því að byggja upp skortstöður í íslenskum hlutabréfum. Heiðar Már ræddi minnisblaðið í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gær:

„Þetta var kynnt fyrir bankaráðsmönnum og hvernig þeir síðan tóku málið innan síns hóps það þekki ég ekki. En þetta minnisblað snýst fyrst og fremst um það að það var gríðarlegur viðskiptahalli og það var erfitt fyrir bankana að fjármagna sig og ef þú getur ekki fjármagnað viðskiptahallann, skuldsetning of mikil of mikil erlend lán í kerfinu," segir Heiðar Már.

„ Væri mikil hætta á því að eitthvað myndi bera út af. Lagðar til ýmsar mögulegar aðgerðir til að vinna á þessu. Og mér þóttu þetta vera orð í tíma töluð. En hins vegar varðandi skortstöðuna þá er ekki hægt að vera með skortstöðu ef þú átt alltaf meira af eignum en þú selur. Þá áttu alltaf nóg af eignum eftir í krónum og þannig var það hjá okkur."

Heiðar Már segir að hvorki hann sjálfur né Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, hafi nokkurn tímann tekið stöðu gegn íslensku krónunni. „Nei það gerðum við aldrei," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×